Yfirsýn í þekkingaryfirliti hvaða starfsmenn eru skráðir á námskeið
Nú er hægt að merkja við í þekkingaryfirliti þegar starfsmaður er skráður á tiltkeið námskeið, sem t.d. er haldið utan fyrirtækis eða í rafrænu kerfi. Þannig má hafa yfirsýn yfir hver er skráður á hvaða námskeið í þekkingaryfirlitinu. Til þess að hægt sé að merkja að starfsmaður sé skráður á námskeið þarf annað af tvennu að vera til staðar:
Ef annað af þessu tvennu er til staðar, birtist fræðsluefnið í Þekkingaryfirlitinu ásamt nöfnum þeirra starfsmanna sem eru í Atburðinum eða starfsgreiningunni. Dæmi á mynd: Eiturefnanámskeið. Starfsmaður sem merktur er að sé nú þegar skráður á eiturefnanámskeið fær bláan hring utan um þann rauða í þekkingaryfirlitinu. Til að merkja að starfsmaður sé nú þegar skráður á námskeið utanhúss eða rafræna fræðslu þá er músinni rennt yfir rauða punktinn, þá birtist tannhjóls sem smellt er á og við það birtist skráningargluggi. Smellt er á Skrá og þá birtist blái punkturinn utan um þann rauða. Þegar starfsmaðurinn hefur lokið námskeiðinu og það er staðfest með fræðslufærslu í valmyndinni Fræðsla, eða ef fræðslufærslan hefur verið til fyrir og fær stöðuna Lokið. þá uppfærist punkturinn í yfirlitinu og verður grænn til staðfestingar á því að starfsmaðurinn hafi lokið fræðslunni.
|