Skoða þekkingaryfirlit

Þekkingaryfirlitið í H3 Fræðslu gefur góða yfirsýn yfir stöðu fræðslu, þekkingar og skírteina. Á því má sjá:

  • Fræðslu: hvaða fræðslu starfsmenn hafa lokið - og skrá beint á námskeið
  • Skírteini: hvaða skírteini eru í gildi og hver eru að renna út á tíma
  • Þekkingu: hver staða þekkingar er hjá hverjum og einum - og breyta stigi þekkingar



Á myndinni sést þekkingaryfirlit eins starfsmanns, þ.e. þeirrar fræðslu, þekkingar og skírteina sem valið hefur verið að sýna í þekkingaryfirliti:

Í þekkingarflokknum "Akstur vinnu" sjást fjögur atriði sem tengd hafa verið tegund þekkingar "Ökuleikni":

  • Þekkingin "Ökuleikni": Starfsmaðurinn hefur þekkingarstig 3 af 5 í ökuleikni - hann hefur uppfyllt 100% af því sem þarf til að öðlast þá þekkingu, þ.e. sótt 2 námskeið og fengið 1 skírteini.
  • Námskeiðin "Akstur að vetri til" og "Akstur  með hættulegan farm" - hann hefur sótt þau námskeið
  • Skírteinið "Meirapróf" - sem er að renna út

Á "Auganu" við hlið þekkingarflokksins "Akstur vinnu" er hægt að velja hvort atriðin sem tengjast þekkingunni "Ökuleikni" sjást eða ekki


Í þekkingarflokknum "Hugbúnaður" sjást fern námskeið sem flokkast undir þann flokk en eru ekki tengd við ákveðna þekkingu og því sést augað ekki.

  • Starfsmaðurinn hefur lokið námskeiðinu "H3 launakerfi grunnur"
  • Starfsmaðurinn hefur ekki lokið öðrum námskeiðum í þessum flokki, það hefur ekki verið gerð krafa til þess að hann sæki þau námskeið og því sjást engin gildi fyrir þau námskeið


Í þekkingarflokknum "Skyndihjálp" á starfsmaðurinn eftir að ljúka námskeiðinu "Skyndihjálp árlegt námskeið"  - hægt er að smella í þann reit og skrá hann beint á námskeið


Athugaðu

Til þess að hægt sé að skrá á námskeið út úr þekkingaryfirliti þarf að vera til samsvarandi atburður sem hægt er að skrá á.


Nánar

Setja upp þekkingaryfirlit