Þekkingaryfirlit

Þekkingaryfirlitið í H3 Fræðslu gefur stjórnendum góða yfirsýn yfir stöðu fræðslu hverju sinni, þ.e. hvort starfsmenn þeirra eru skráðir á og/eða hafa setið öll skyldunámskeið og hvort þeir eru með gild skírteini. Þekkingaryfirlitið er samansett úr einum eða fleiri flokkum þekkingar, tegundum þekkingar, efnum og skírteinum, svona:

Hér má sjá dæmi um Þekkingaryfirlit.

Á myndinni sjáum við þekkingarflokkana Öryggismál og Samskipti sem stofnaðir eru í þekking-flokkar. Yfirflokkarnir birtast sjálfkrafa þegar þekking, námskeið og/eða skírteini hafa verið valin til birtingar. Hægt er að setja númer í dálkinn röð sem ákvarðar í hvaða röð yfirflokkarnir birtast á þekkingaryfirlitinu.

 

Notandinn stillir sjálfur hvaða þekking, efni og skírteini eiga að birtast á Þekkingaryfirlitinu. Gera þarf tvennt:

  • Merkja við í hvaða flokki tegund þekkingar, efni og tegund skírteini eiga að vera

  • Haka við birta á þekkingaryfirliti

Augað á þekkingaryfirlitinu sýnir að eitt eða fleiri efni og/eða skírteini tilheyra þekkingarflokknum Samskipti. Til þess að sjá þessi efni og/eða skírteini, þarf að smella á augað. Myndin sýnir þegar búið er að smella á augað:

Á yfirlitinu má sjá nöfn starfsmanna, kennitölur þeirra, deildarheiti og starfsheiti. Hægt er að leita og sía eftir öllum þessum atriðum. Nöfnum og deildarheitum má líka raða í stafrófsröð.

Með því að smella á tannhjólið er hægt að sía gögnin út frá þekkingarflokkum, deild, starfsheiti og verkum.

Á Þekkingaryfirlitinu hér fyrir ofan hefur þekkingin Mannleg samskipti og námskeiðin (efnin) Framkoma og tjáning, Jákvæð samskipti og Mannlega samskipti verið valin til birtingar. Yfirflokkurinn „Samskipti“ birtist hins vegar sjálfkrafa á yfirlitinu vegna tengingar við þessi þrjú atriði.

Efst á yfirlitinu má sjá punktana fjóra sem sýna hver staða fræðslu er í hverju tilviki fyrir sig:

  • Ólokið = Starfsmaðurinn á eftir að taka námskeiðið (efnið) / skírteinið er útrunnið.

  • Komið á tíma = Námskeiðið (efnið) / skírteinið rennur fljótlega út.

  • Lokið = Starfsmaðurinn er búinn að taka námskeiðið (efnið) / skírteinið er í gildi.

  • Undanþága = starfsmaður hefur fengið undanþágu frá námskeiði

Hægt er að sía á hverja stöðu fyrir sig með því að smella á viðeigandi punkt, efst á yfirlitinu. Ef smellt er á rauða punktinn til dæmis, birtast aðeins þeir starfsmenn sem eru með eitthvað ólokið eða ógilt. Sían er hreinsuð með því að smella aftur á punktnn og þá birtast allir starfsmenn aftur á yfirlitinu.

Þegar um tegund þekkingar er að ræða sbr. Mannleg samskipti birtast engir stöðupunktar á yfirlitinu enda hefur þekking engan gildistíma. Hins vegar má sjá mat á þekkingu viðkomandi starfsmanns, hér 3 af 3 (kvarði þekkingar).

Allar kröfur um aukna þekkingu, þátttöku á námskeiðum og gild skírteini sem settar hafa verið á starfsmenn í Starfsgreiningum (sjá Stjórnun / Mannauður) birtast á Þekkingaryfirlitinu.