2. Áætlunardálkar

Áætlunardálkar eru settir upp hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. 

Flokka þarf saman það sem reiknast eins, þ.e. ef ekki reiknast tryggingagjald á launalið má ekki flokka hann með launaliðum sem reiknast tryggingagjald á.   

Hér að neðan er dæmi um uppsetningu.

  • Allir dálkar þurfa að hafa tegund.
  • Ef dálkur er af tegundinni Eining þarf að setja inn einingategund, þessir dálkar koma inn í "Skráning launaáætlana" sem 3 dálkar þ.e. Eining, Einingaverð og Samtals.
  • Ef dálkurinn er af tegundinni "Upphæð" kemur einn dálkur inn í "Skráning launaáætlana" og ekki þarf að setja inn einingategund.
  • Ef dálkurinn er að tegundinni Prósenta, þarf að setja á hann reiknihóp.  Reiknihópa má sjá í uppfletti í skráningarmyndinni.
  • Ef "Meðhöndlun á röðum" er Meðaltal tímabils er sótt meðaltal þess tímabils sem er valið þegar verið er að sækja gögn, ekki notað nema viðmiðunartímabil endurspegli ekki árið sem er verið að áætla fyrir, t.d. aukin stöðugildi, minnkuð yfirvinna.
  • Tekur prósentuhækkun - hér er sett hak ef virkja á prósentuhækkanir úr töflunni "Launatöflubreytingar".  Þetta er ekki notað ef sótt er í "framtíðar" launatöflur í launakerfi.
  • Hlutfallaðir liðir - þegar launaliðir eru tengdir við dálk sem er merktur sem hlutfallaðir liðir þarf að haka í "Sækja reiknaðar færslur" í töflunni Tenging við launakerfi.
  • Röðun stýrir því hvernig dálkarnir raðast hlið við hlið, mjög gott er að hafa bil í númeraröðinni til þess að fljótlegt sé að bæta inn dálkum seinna meir, án þess að þurfa að breyta um röðunarnúmer á öllum.
  • Sækja einingaverð í launatöflu er sett á þá dálka sem á að sækja einingaverð fyrir, hvort sem einingar koma inn í áætlunina eða ekki.


Það er ekki hægt að breyta Tegund á áætlunardálki eftir að búið er að sækja gögn fyrir dálkinn. 


  • Þegar búið er að setja upp alla áætlunardálkana er farið í Laun/Vinnslur/Uppfæra áætlunardálka
  • Að lokum er farið í Aðgerðir efst í hægra horni myndarinnar og keyrt "Uppfæra dálka"
  • Tengdir launaliðir sýna þá launaliði sem koma inn í dálkinn við flutning á gögnum úr launakerfinu eftir að búið er að skrá þá inn undir "Tenging við launakerfi".