7. Áætlun stofnuð og gögn sótt
1. Við stofnum áætlunarár og skilgreinum hvaða tímabil við ætlum að nota.
Við byrjum á að velja ár sem við ætlum að áætla fyrir og tökum afstöðu til þess hvernig við sækjum upphæðir.
"Heimadeild", þá koma einingar á alla starfsmenn sem hafa fengið laun á viðmiðunartímabilinu og launaupplýsingar fyrir starfsmenn á þeirra heimadeild.
"Starfsmenn í starfi", hér koma launaupplýsingar um þá starfsmenn sem eru í starfi en einingar á alla aðra sem hafa fengið laun á tímabilinu.
"Allar færslur", ef þetta er valið þá koma allar launaupplýsingar óháð yfirskrifuðum upplýsingum t.d. á deildum í Skrá tíma og laun.
2. Við stofnum áætlun og setjum á hana tegund og aðrar stillingar. Fyrsta áætlun er fyrir stjórnenda áætlunargerðarinnar sem sækir grunngögnin í launakerfið, áður en millistjórnendur fá aðgang að gögnum er grunnáætlun afrituð í upphafsætlun, breytingar eru skoðaðar í tening.
3. Smellum á upphafsstilla og ákveðum hvaða mánuðir úr raungögnum eru sóttir, ef verið er að vinna áætlun í september, er þetta haft eins og hér að neðan.
Áætlunarmánuðir eru þeir mánuðir sem við ætlum að áætla fyrir
Raunmánuðir eru þeir mánuðir sem við sækjum einingafjöldann í, á hvern áætlunardálk.
4. Farið er í Aðgerðir, efst í hægra horni skjámyndarinnar og valið "Sækja gögn í áætlun". Ef stofnuð hefur verið tímavídd á starfsmann fram í tímann, t.d. breytingar á deild, kemur það með í áætlunina.
Ef einhver áætlunardálkur hjá okkur er meðhöndlaður sem meðaltal fáum við val um tímabil. Hér getum við líka valið um að sækja gögn í einn áætlunardálk
5. Í "Skráning launaáætlana" er áætlunin unnin og gerðar breytingar ef þarf.
Þegar við höfum yfirfarið fyrstu áætlunina er búin til önnur áætlun sem er ætluð stjórnendum, í hana eru afrituð gögnin úr fyrri áætluninni. Áætlanir geta verið margar allt eftir því hvernig ferlið er á hverjum stað. Aldrei er nema ein áætlun opin fyrir breytingar hverju sinni.
6. Ef notandi vill uppfæra einstaka dálk í áætlun þá er hægt að sækja gögn fyrir þann dálk með því að fara í Sækja gögn í áætlun - taka hakið úr "Sækja alla dálka" og velja viðeigandi dálk sem á að uppfæra raun forsendur.
- Þessa aðgerð er til dæmis gott að nota ef gögn hafa ekki komið í viðeigandi dálka.
- Ef gögnum hefur verið breytt og það er vilji fyrir að sækja raun einingar aftur.