Gjaldheimtur - Skráning upplýsinga
Nokkrar gjaldheimtur koma uppsettar með kerfinu. Ef stofna þarf nýja gjaldheimtu er farið í Stofn - Gjaldheimtur og smellt á Insert og upplýsingar fyrir nýja gjaldheimtu settar inn. Athugið að neðst þarf svo að skrá launalið sem tengist gjaldheimtunni. Upphæðir eru svo settar upp í Launamanni undir Gjöld.
Með kerfinu kemur uppsett gjaldheimta G100 Starfsmannafélag. Ef valið er að nota þessa gjaldheimtu fyrir starfsmannafélag fyrirtækisins þá þarf að smella á þessa gjaldheimtu og klára að setja inn upplýsingar fyrir hana.
Kennitala | Setja inn rétta kennitölu starfsmannafélags |
Nafn | Setja inn nafn starfsmannafélags |
Greiðslumáti | Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka |
Til greiðslu | Sjálfgefið er 5 (5. hvers mánaðar) Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. |
Kennitala bankareiknings | Setja inn kennitölu sem á við bankareikning |
Banki - Höfuðbók - Reikningsnr. | Setja inn réttar bankaupplýsingar |
Skilaaðgerð | Sjálfgefið er Tölvupóstur (PDF) - skilagrein er þá send í tölvupósti á netfangið hér fyrir neðan |
Netfang | Setja inn netfang þess sem sér um skilagreinar fyrir starfsmannafélagið |
Launaliðir | Starfsmannafélagið er uppsett með launaliði 860 - Skráning á upphæð er svo sett upp í Launamanni - Gjöld og þá hakað við Föst |
Dæmi um skráningu