Gjaldheimtur - Skráning upplýsinga

Nokkrar gjaldheimtur koma uppsettar með kerfinu. Ef stofna þarf nýja gjaldheimtu er farið í Stofn - Gjaldheimtur og smellt á Insert og upplýsingar fyrir nýja gjaldheimtu settar inn. Athugið að neðst þarf svo að skrá launalið sem tengist gjaldheimtunni. Upphæðir eru svo settar upp í Launamanni undir Gjöld.

Með kerfinu kemur uppsett gjaldheimta G100 Starfsmannafélag. Ef valið er að nota þessa gjaldheimtu fyrir starfsmannafélag fyrirtækisins þá þarf að smella á þessa gjaldheimtu og klára að setja inn upplýsingar fyrir hana.

Kennitala

Setja inn rétta kennitölu starfsmannafélags

Nafn

Setja inn nafn starfsmannafélags

Greiðslumáti

Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka 

Til greiðslu 

Sjálfgefið er 5 (5. hvers mánaðar) Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. 

Kennitala bankareiknings

Setja inn kennitölu sem á við bankareikning

Banki - Höfuðbók - Reikningsnr.

Setja inn réttar bankaupplýsingar

Skilaaðgerð

Sjálfgefið er Tölvupóstur (PDF) - skilagrein er þá send í tölvupósti á netfangið hér fyrir neðan

Netfang

Setja inn netfang þess sem sér um skilagreinar fyrir starfsmannafélagið

Launaliðir

Starfsmannafélagið er uppsett með launaliði 860 - Skráning á upphæð er svo sett upp í Launamanni - Gjöld og þá hakað við Föst

Dæmi um skráningu