4.2 Staðfesta fasta liði

Í kafla 2.7 í innleiðingum var farið yfir það hvernig fastir liðir eru stofnaðir á starfsmenn. Í hverri útborgun þarf svo að staðfesta fasta liði og er það gert áður en farið er í almennar skráningar á starfsmann eða innlestur á tímaskráningum og öðrum færslum.

Athugið að ekki má gera neinar skráningar á starfsmenn í Skrá tíma og laun áður en fastir liðir eru staðfestir því þá keyrast fastir liðir fyrir viðkomandi starfsmenn ekki inn.

 

Farið í Laun - Staðfesta fasta liði. Athugið hvað er valið í síuna sem er efst í hægra horninu, velja þar Starfsmenn (Virkir) til þess að fyrirbyggja að skráningar komi ekki á óvirka starfsmenn sem eru með virka fasta liði á sér. Ef að engin sía er kemur melding þar sem spurt er hvort þú viljir staðfesta fasta launaliði með enga síu valda og þá er tækifæri til að gera breytingar í síunni áður en aðgerðin er keyrð

Hér er val um að staðfesta ákveðna starfsmenn, deildir eða verk. Sjálfgefið er svo hakað við allar færslur en hægt er að velja fyrirfram eða eftirágreidda starfsmenn. Ef þessu er haldið óbreyttu staðfestum við fasta liði á alla starfsmenn með því að smella á Framkvæma

Nú eiga allir fastir liðir að vera komnir inn í skráningarflipann í Skrá tíma og laun. Hægt er að fara í Laun - Endurreikna núna og sjá allar afleiddar færslur en líka hægt að gera það á síðari stigum þegar allar skráningar og innlestur er kominn inn í útborgun.

Aðgerðina Laun - Endurreikna má nota hvenær sem er í skráningarferli launa til að sjá hvernig breytingar í skráningu hafa áhrif á afleiddar færslur. Þetta er svo alltaf síðasta aðgerð sem framkvæmd er áður en laun eru uppfærð.