4.1 Stofna útborgun

Til að stofna útborgun er farið í Laun - Útborganir og ýtt á Insert og útborgunin fær sjálfgefið næsta lausa númer sem ekki er hægt að breyta. 
Öðrum svæðum í valmyndinni sem fá sjálfgefin gildi er hægt að breyta nema "Útborgun uppfærð" sem sýnir stöðu útborgunarinnar.

Hér þarf þá að skrá inn upplýsingar um útborgun - athugið að til að geta skráð mánuð á útborgun þarf að vera búið að vista upplýsingarnar í efri hlutanum.

 

  • Færsludagsetning skiptir öllu máli en hún stýrir því hvaða dagsetningar koma sjálfgefið í hverja línu við launaskráningu og hvernig skattkort er nýtt.  Þessi dagsetning á að vera fyrsti dagur launatímabils hjá fyrirframgreiddum mönnum en fyrsti dagur næsta launatímabils hjá eftirágreiddum mönnum. 
    Ef verið er að vinna með margar útborganir í einu þarf að uppfæra þær í dagsetningaröð, þ.e. þá með elstu færsludagsetninguna fyrst.  Þetta er gert til að tryggja að skattkort nýtist á réttan hátt. 

  • Útborgunardagsetning ætti að vera sá dagur sem launin eru greidd

  • Gengisdagsetning er aðeins notuð ef verið er að skrá gengistryggð laun eða flytja færslur úr dagpeningakerfi H3

  • Mikilvægt er að útborganir séu endurreiknaðar áður en þær eru uppfærðar, sérstaklega ef unnið er í mörgum útborgunum á sama tíma. Laun / Endurreikna.

  • Ef útborgun á að vera sýnileg í samþykktarferli er hakað við í þann reit.

  • Ekki ætti að þurfa að eiga við sjálfgefnar stillingar ef um hefðbundna mánaðarlega útborgun er að ræða en ef verið er að gera aukaútborganir með sérstökum leiðréttingum t.d. á lífeyrissjóði, staðgreiðslu eða öðru þá getur þurft að velja annað í reitina, t.d. án gjalda, án fastra greiðslna eða annað sem við á hverju sinni. Um áramót er síðan valin áramótaútborgun í tegund.

Þegar búið er að skrá í efri hluta myndarinnar þarf að vista færsluna Ctrl+S og þá er hægt að skrá mánuðina inn.

  • Það þarf að skrá mánuð á hverja útborgun. Mest er hægt að skrá 2 mánuði á útborgun.
    Ef verið er að vinna með hefðbundna útborgun þar sem bæði  eru fyrirfram og eftirágreiddir launamenn verða mánuðirnir 2,  útborgun með færsludagsetningu 01.06....., fær þá mánuðina "Maí 20.." og "Juní 20..". Einungis er hægt að skrá opna mánuði á útborgun, smellt á plúsinn og mánuður skráður.

  • Ef þú ert með virkar orlofs- og eða þrepahækkanir þá færðu upp feril til áminningar þegar þú vistar nýja útborgun.

  • Í Aðgerðir - Skoða aðgerðarlista er hægt að sjá hvað hefur verið gert í útborguninni, hver framkvæmdi og hvenær.

 

Sjá upplýsingar um áramótaútborgun hér 8. Áramótaútborgun