Minnispunktar á einstaklinga

Hér á eftir fara leiðbeiningar um það hvernig skrá má minnispunkta á einstaklinga:

Einstaklingurinn sem á að skrifa minnispunkta vegna er valinn og smellt á Ctrl+M.

Gluggi opnast þar sem skrifa má minnispunkt, sjá dæmi hér að neðan:

  • Hægt er að stilla tímamörk vegna viðkomandi minnispunktar. Þá er hakað í "Athuga fyrir dags." og smellt á píluna við hlið tímasetningarinnar og valin sú tímasetning sem viðkomandi minnispunkti skal vera lokið fyrir. 

  • Þá má einnig haka í "Senda áminningu í tölvupósti". Þá fær notandinn sendan viðburð í dagatalið sitt sem mun svo minna á punktinn á valinni tímasetningu. Hér má sjá dæmi um áminningu sem notandi fær:

  • Hér má sjá dæmi um það þegar fleiri en einn minnispunktur hafa verið skráðir á einstakling og smellt er á Ctrl+M:

 

 

 

 

Þarna má bæta við fleiri minnispunktum og einnig breyta þeim sem fyrir eru eða gera þá óvirka ef þeir eiga ekki við lengur.

Athugið að einungis sá sem stofnar minnispunkt getur breytt eða eytt honum.

Sem fyrr segir er hægt að sjá lista yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið með því að fara í Stofn í Laun - Stofn - Minnispunktar, Í stjórnun er einungis hægt að sjá "Mínir minnispunktar" með því að fara í Stjórnun - Stofn - Minnispunktar (í Stjórnun þarf einning eininguna hrm0005). Þar birtast allir minnispunktar sem viðkomandi notandi hefur skráð.