Tengja/aftengja starfslýsingu við einn eða fleiri starfsmenn

 

Fara skal í litlu örina hjá Starfslýsingar starfsmann og smella á Starfslýsingar.

þá opnast listi yfir þær starfslýsingar sem til eru í H3.

Undir Aðgerðir skal smella á Tengja/fella úr gildi starfslýsingu. Það er sem sagt hægt bæði að tengja starfslýsingu við starfsmenn eða aftengja þær ef þörf á.

 

Við það opnast gluggi.

Í flettilista í efsta dálkinum er hægt að velja hvaða starfslýsingu á að setja á starfsmenn.

Hægt er að velja þá dagsetningu sem starfslýsingin á að taka gildi.

Það birtist hak framan við þá starfsmenn sem nú þegar eru með þá starfslýsingu sem valin var.

Hakað er í þá sem eiga að fá þessa tilteknu starfslýsingu tengda við sig, hægt að haka í einn eða fleiri á sama tíma ef gildir frá dagsetningin er sú sama.

Ef aftengja á starfslýsingu á stafsmanni, er hakið tekið í burtu. Dagsetningin í reitinn gildir til verður sá dagur sem hakið er tekið af og gildir starfslýsingin út þann dag. Daginn eftir birtist staðan Fallin úr gildi.

Smellt á Áfram

Ef smellt er á ákveðna starfslýsingu í listanum er hægt að sjá hvaða starfsmenn hafa þessa starfslýsingu tengda við sig.

 


 

Önnur leið til að tengja starfslýsingu við einn tiltekinn starfsmann

Hægt er að velja tiltekinn starfsmann í mannauðslistanum (H3 stjónun-Mannauður).

Velja flipann Starfslýsingar og smella á plúsinn til að búa til færslu.

Þá opnast glugga þar sem hægt er velja starfslýsingu sem við á

Velja þarf gildistíma áður en hægt er að vista færsluna.

Dæmi: ef starfsmaður færist til í starfi frá því að vera verkefnastjóri í það að verða deildastjóri frá og með 01.01.2024.

Búið er að hengja á hann starfslýsingu sem á að gilda frá 01.01.2024, þá kemur álíka athugasemd og hér fyrir neðan.

Þegar starfsmaður er skráður Hættur, þá afvirkjast starfslýsingin.

→ Athugið, virknin vinnur ekki aftur í tímann, en framvegis þegar starfsmaður er skráður hættur þá afvirkjast starfslýsingin.

Ef starfsmaður er skráður hættur en kemur aftur til starfa, þá þarf að virkja starfslýsingu upp á nýtt.