Eyða umsóknum og umsækjendum

Eyðing er ekki afturkræf!

Athugaðu að þegar gögnum er eytt hér er ekki hægt að endurheimta þau á neinn hátt.  Að lokinni eyðingu umsækjenda verður ekki hægt að finna nein gögn um viðkomandi umsækjendur í kerfinu, ar með talið í söguskráningu.  Hér á meðal eru viðhengi, tölvupóstsamskipti sem geymd eru í H3, og allar umsóknir umsækjenda í kerfinu.  Eina undantekningin er ástæða eyðingar, sem skráð hefur verið hverju sinni, ásamt kennitölu umsækjandans, og það má aðeins skoða með því að fletta upp í gagnagrunninum sjálfum.


Í H3 ráðningum eru nokkrar leiðir til að eyða umsóknum og umsækjendum:

Færðu ekki upp möguleika til að eyða?

Ef þú sérð ekki þessa valkosti þarf að bæta við eftirfarandi aðgangseiningum á notandann þinn:

  • deleteapp - Eyða umsókn
  • 1652 - Eyða umsækjanda
  • 1653 - Eyða gömlum umsækjendum
  • 1654 - Eyða gömlum umsækjendum

Eyða gömlum umsækjendum - í eitt skipti eða reglulega

  • Hægt er að eyða gömlum umsækjendum (grunnskráningu, umsóknum, viðhengjum og öllum öðrum tengdum gögnum) á sjálfvirkan hátt, annars vegar í eitt skipti og hins vegar með sjálfvirkri reglulegri keyrslu, sem keyrir einu sinni á sólarhring. Einnig má hér slökkva á keyrslu sem þegar hefur verið sett af stað.

  • Þegar þú velur valmöguleikann sem þér hentar birtast þér stillingamöguleikar, eins og sjá má hér.

  • Við að kveikja á reglulegu keyrslunni getur þú valið að láta kerfið senda umsækjendum tölvupóst með upplýsingum um hvernig þeir geta komið í veg fyrir eyðingu gagna sinna ef þeir vilja vera áfram á skrá, en þeir fá þá nokkurra daga frest til að gera það. Tölvupóstsniðmátinu, sem heitir Eyða umsækjanda - viðvörun,  getur þú breytt á Ráðningar > Tölvupóstsamskipti > Tölvupóstsniðmát

Eyða gömlum umsóknum - í eitt skipti eða reglulega


  • Hægt er að eyða gömlum umsóknum (þ.e. almennum umsóknum og umsóknum sem borist hafa um ákveðin störf) á sjálfvirkan hátt, annars vegar í eitt skipti og hins vegar með sjálfvirkri reglulegri keyrslu.

  • Nauðsynlegt er að velja aldur umsókna sem á að eyða.

  • Þú getur valið að ekki eigi að eyða út umsóknum um ákveðnar ráðningabeiðnir, t.d. almennar umsóknir. Hér má velja eina eða fleiri ráðningabeiðnir. 

  • Athugaðu að umsækjendum er ekki eytt þegar þessi eyðing er keyrð, heldur aðeins umsóknum og gögnum tengdum þeim.

Eyða stökum umsækjanda

  • Opnaðu Ráðningar > Umsækjendur á skrá, veldu umsækjanda sem þú vilt eyða út og smelltu á aðgerðina til að eyða út stökum umsækjanda og öllum hans gögnum (þ.e. grunnskráningu, umsóknum, tölvupóstsamskiptum, viðhengjum o.þ.h.).


  • Áður en þú smellir á Áfram til að keyra aðgerðina mælum við með að þú rýnir vel og staðfestir að þarna sé um að ræða réttan umsækjanda og að eyða megi öllum umsóknum hans.

  • Nauðsynlegt er að skrá ástæðu fyrir eyðingunni. Sú skýring verður geymd áfram í gagnagrunni ásamt kennitölu umsækjandans, en ekkert annað.

Eyða stakri umsókn

  • Opnaðu Ráðningar > Umsóknir, veldu umsókn sem þú vilt eyða út og smelltu á aðgerðina til að eyða stakri umsókn og viðhengjum sem fylgja henni, án þess að eyða grunnskráningu umsækjandans.
  • Nauðsynlegt er að skrá ástæðu fyrir eyðingunni. Sú skýring verður geymd áfram í gagnagrunni ásamt kennitölu umsækjandans, en ekkert annað um þessa umsókn.