Skírteini

Með skírteinum er átt við ýmis skjalfest réttindi sem starfsmaður þarf að hafa til að geta sinnt starfi sínu, s.s. ökuréttindi eða réttindi á vinnuvél.

Skírteini geta ýmist verið gefin út af formlegum aðila s.s. Vinnueftirliti eða af fyrirtækinu sjálfu.

Meginvirkni skírteina felst í að hægt er að vakta hvenær þau eru gefin út og hvenær þau renna út. Hægt er að fylgjast með gildistíma skírteina í skírteinislista, Þekkingaryfirliti, Starfsgreiningaryfirliti eða með póstum sem minna á að skírteini séu að renna út.

 

Í listanum Skírteini (Stjórnun>Skírteini eða Fræðsla>Skírteini) sést hverjir hafa fengið hvaða skírteini, hvenær það var gefið út og til hvaða dags það gildir. Með því að sía listann má finna út hverjir eiga skírteini sem eru að renna út á ákveðnu tímabili.


Skráning skírteina

Skírteini eru skráð á launamann, óháð hvaða starfi hann gegnir. Þegar skírteini er skráð þarf að fylla út kennitölu starfsmanns, tegund skírteinis og Gefið út dagsetningu.

H3 mun fylla út gildisdag í reitinn Gildir til á skírteini í samræmi við gildistíma sem settur hefur verið á Tegund skírteinis.

Tvær leiðir til að skrá skírteini:

  1. Handvirk skráning: í listanum Skírteini (Stjórnun>Skírteini eða Fræðsla>Skírteini)

  2. Sjálfvirk skráning: þegar H3 stofnar skírteini eftir að fræðsla hefur verið skráð á starfsmann í H3.