Skrá færslur á marga starfsmenn í tímavídd

Nú er hægt að skrá færslur á marga starfsmenn í einu í tímavídd.

Oft er óskað eftir því að breyta mörgum starfsmönnum t.d. innan ákveðnar deildar og eða ef t.d. breyting á sér stað þvert yfir fyrirtækið, fyrir ákveðna launatöflu o.s.frv. þá er það hægt í H3 í dag.

Ferli: Laun - Starfsmenn - Aðgerðir - Stofna Tímavídd

Einnig er hægt að velja marga úr starfsmannalista með því að halda niðri ctrl takkanum, velja þá starfsmenn sem á að breyta og smella á “stofna tímavídd”

Með því að velja starfsmenn úr lista og smella svo á “stofna tímavídd”, koma þeir starfsmenn sem valdir eru undir “starfsmaður” 6 Starfsmenn valdir.

Ef smellt er beint á Stofna tímavídd er hægt að velja úr lista þegar smellt er á stækkunarglerið, sía jafnvel niður á deild eða starfsheiti.

Dæmi: Ég vil breyta öllum starfsmönnum í deildinni Laun og mannauður í 80% ráðningarhlutfall frá 1.1.2021

Ég sía á deildina, haka í starfsmennina og smelli á “velja starfsmenn”

 

Set inn gildistímann í gildir frá 1.1.2021 og breyti í ráðningarhlutfalli í 80, skrái athugasemd í ástæðu breytinga og smelli á Halda áfram

Þá kemur upp gluggi með yfirliti yfir þá starfsmenn sem breytingar voru gerðar á, hægt er að smella á viðkomandi starfsmann, þá birtist í yfirlit hvernig viðkomandi starfsmaður var og hvernig hann verður eftir breytingu.

Gott er að haka í “Taka út breytingarskýrslu” og vista hjá sér, þá er hægt að fara yfir breytingarnar eftirá.

Þegar búið er að yfirfara breytingar þá er smellt á “Staðfesta skráningu”

Ef það er til tímavídd á starfsmann fram í tímann þá kemur athugasemd þess efnis og hægt er að fara með músina yfir merkið til að sjá athugasemdina.

Smellt er svo á “Loka”

Ef hakað var í “Taka út breytingarskýrslu” kemur upp valmöguleiki um að vista niður textaskjalið um breytingarnar.

Bláa hakið táknar að breytingin tókst en rauða flaggið táknar að breyting var ekki framkvæmd og þarf að gera viðeigandi ráðstafanir inn í viðkomandi starfsmanni.