Nokkur dæmi

Dæmi 1

Starfsmaður hættir 07.05.2020, sagði upp sjálfur. Þá er smellt á plúsinn í tímavíddartöflunni:

Þá opnast gluggi þar sem hægt er að setja inn nýja dagsetning í Gildir frá, svo er Staða starfs breytt í „Hættur“, Ástæða skráð („Sagði upp“) og færslan vistuð.

 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að komin er inn ný tímavíddarlína með nýrri gildisdagsetningu. Ef þessi dagsetning er liðin þá birtist nýja staðan („Hættur“) og ástæðan líka í gluggunum fyrir ofan, bæði í borðanum efst og á starfsmannaspjaldinu. Breytt gildi koma feitletruð í tímavíddarlínunni. 

Ef dagsetningin er hins vegar fram í tímann þá sést nýja staðan bara í tímavíddartöflunni en birtist svo á starfsmannaspjaldinu og borðanum efst þegar þessi dagsetning er komin í raun. 

Ef starfsmaður er með launaliði í föstum liðum þá munu þær færslur skiptast miðað við þessar dagsetningar þegar farið er í skrá tíma og laun og fastir liðir staðfestir. Í þessu dæmi er starfsmaður með 100% laun og 10 fasta yfirvinnutíma á mánuði. Þá verður skiptingin svona fyrir maí.

 

Varðandi uppgjör launþega sem er framkvæmt síðar en skráð hættu dagsetning í tímavídd, þá kemur það ekki að sök og á að virka eins og áður. Passa þarf hvaða síu er verið að vinna með þegar starfsmaður er skráður hættur en er en virkur.

Dæmi 2

Hér er dæmi um starfsmann sem er kominn með tímavíddarfærslur fram í tímann. Hann fór í nýja deild 15.04.2020 - sjá í flipa Starf - ný deild kemur feitletruð.

Hann á svo að færast í nýjan launflokk 15.05.2020, búið að setja breytingu á það í flipanum Grunnlaun –breyting á flokki og ný launatala kemur feitletruð. 

Þegar ný tímavídd er skráð lokast næsta færsla á undan þannig að þegar breytingin 15.05.2020 var skráð þá kom nýr gildistími í Gildir til á færslunni sem var skráð 15.04.2020. 

Nú kemur í ljós að starfsheitið hjá starfsmanninum átti að breytast líka 15.04.2020. Sú færslulína er læst þannig að ekki er hægt að smella á hana til að opna hana. Í þessu tilfelli þarf þá að eyða út færslunni frá 15.05. og skrá hana upp á nýtt þegar búið er að gera breytingar á færslunni sem gildir frá 15.04. Gott er að eiga mynd af breytingunum í línunni sem eytt er til að geta sett réttar upplýsingar inn aftur. 

Athuga þarf vel þegar verið er að eyða út línu sem þarf að skrá inn aftur dæmi hér fyrir ofan 15.5.2020 sem er eytt út að passa þarf að allar breytingar sem voru í þeirri línu komi inn aftur. 

Ef smellt er á örina fyrir framan línuna sérðu allar breytingar feitletraðar í Núverandi gildi. 

Til að eyða línunni út þarf að smella á mínusinn fremst í efstu línunni og skiptir þá ekki máli hvort það er gert undir flipanum Starf eða Grunnlaun. 

 Þá kemur þessi gluggi upp og smellt á Yes 

Nú er þá tímavíddin frá 15.04.2020 opin og hægt að smella á örina fyrir framan línuna og laga þá starfsheitið líka í glugganum sem opnast. 

Hér er svo búið að breyta starfsheitinu og kemur það þá líka feitletrað í línuna ásamt deildarnúmerinu sem var búið að breyta áður. 

Nú er þá hægt að setja aftur inn breytinguna frá 15.05.2020 með því að smella á plúsinn og skrá nýja færslu. 

Ekki er hægt að skrá dagsetningu sem er fyrir frumstillingu.