Algengar spurningar og svör um tímavídd
SVar
Spurningar: | Svör: | |
---|---|---|
1 | Ef við skráum starfsmann hættan t.d. 15.maí en eigum eftir að greiða honum laun og uppgjör síðar, er það ekki að fara skapa villu síðan við endurreikning og uppfærslu útborgunnar ? | Svar: Sjá dæmi 1 í kaflanum “Nokkur dæmi” starfsmaður skráður hættur. |
2 | Er hægt að breyta stöðu starfs á sama hátt þ.e að skrá starfsmann hættan miðað við ákveðna dagsetningu. En haft starfsmann enn virkan í launum ? | Svar: Já það verður ennþá sama virkni þar, í þessum tilvikum kæmi í athugasemd hjá viðkomandi „Athugaðu: starfsmaður með dagsetningu í "Hætti" með laun“ |
3 | Starfslokaferli ræsist ekki þegar merkt er við hættur. Spyr um nýráðningarferli ekki starfslok. | Svar: Þetta er stillingaratriði og má finna leiðbeiningar hér |
4 | Er hægt að bæta við athugasemdum hvenær sem er ? | Svar: Já það er hægt að setja inn athugsemdir og bæta við athugasemdir í opinni tímavídd. |
5 | Ég er að skrá starfsmann hættan í tímavídd þá hverfur sá starfsmaður af skjánum, afhverju ? | Svar: Þá ertu með Hópur(sía) á sem viðkomandi tilheyrir ekki lengur, mælum ávallt með að nota síuna allir starfsmenn við svona breytingar |
6 | Þegar gerð er breyting á launaflokki (Grunnlaun/Tímavídd-Launatafla) þá kemur einnig ný dagsetning á Tímavídd-Orlof og Starf/Tímavídd, þó svo ekki sé verið að breyta þessum atriðum. | Svar: Tímavíddin er ein og sama tímavíddin þó svo hægt sé að gera tímavíddarskráningar á öllum þessum þremur flipum. Breytingar sem voru gerðar koma boldaðar og er hægt að skoða breytingar undir “aðgerðir” Tímavídd starfsmanns. |
7 | Launatímabil hjá okkur er 11 -10 / 16-15 / 19-20 hvers mánaðar, ef við skráum viðkomandi hættan frá 16 eða 20. þess mánaðar í tímavídd, þá kemur splitt á færslurnar. | Þó launatímabilið sé x þá er ávallt verið að vinna með heilann mánuð sem stendur á bakvið útborgunina. Tímafærslur úr viðverukerfum koma óbreyttar og á því launatímabili sem viðkomandi viðskiptavinur er að vinna með. Breytingar í tímavídd munu valda skiptingu á launafærslum ef þær eru með aðra frá dags. en fyrsta hvers mánaðar. En þessar skiptingar ná ekki til færslna sem eru lesnar inn, eins og úr viðverukerfi.
|
8 | Vegna launatöflubreytinga skal athuga, ef það er verið að gera breytingar í opnu tímavíddinni t.d. sjá mynd hér til hliðar 15.9.2020, þá skilast inn ný upphæð í þá tímavídd. Upplýsingar í tímavídd - launatafla eru upplýsingar eins og þær voru skráðar á þeim tíma þá 1.9.2020 í þessu dæmi. Ef þú vilt halda breytingasögu um launatöflubreytingar í tímavídd, þá þarf að stofna skráningu í tímavídd sérstaklega hjá þeim starfsmönnum sem eiga að hækka. Ef ekki er búin til tímavíddarfærsla þá triggerast þessar breytingar inn í efri hluta í Grunnlaunarflipanum í Starfsmaður og tryggt er að reikningur í Skrá tíma og laun skili sér inn á réttum tíma í takt við tímabil launatöflu og það tímabil sem er verið að vinna með í útborgun. Ef átt er við opnu tímavíddarfærsluna þá triggerast inn staða í launaupphæð sem er í gildi á þeim tíma (rauntíma).
|
|
9 | Ég get ekki breytt síðast ráðinn í fyrstu frumstillingarfærslunni. | Svar: Það er hægt að breyta síðast ráðinn dagsetningunni í fyrstu frumstillingarfærslunni með því að smella á örina eða tvísmella á línuna þá kemur tímavíddarglugginn, þar getur þú breytt “síðast ráðinn” dagsetningunni. Ekki er hægt að breyta dags.frá aftur fyrir virkjun tímavíddar. Svo framvegis þá uppfærast þessi gildi í takt við skráningar í tímavídd. |
10 | Er að nýráða starfsmann, hann hefur ekki starf fyrr en eftir mánuð en ég vil geta byrjað að vinna með starfsmanninn, hann birtist ekki í mannuði. | Svar: Þó starfsmaður sé skráður fram í tímann, þá birtist hann í mannauði, aðal forsendan fyrir birtingu í mannauði er að færslan í tímavídd þar sem hann hefur störf sé virk. Dagsetningarnar í reitunum Fyrst ráðinn og Síðast ráðinn hafa engin áhrif á það hvort Starfsmaðurinn birtist í Stjórnun/Mannauði.
|