Launavinnsla og tímavídd
Athuga gott er að tileinka sér það verklag að vera búin að skrá allar breytingar sem hafa áhrif á útreikning launa áður en staðfestir eru fastir liðir fyrir það tímabil sem er verið að fara að vinna með.
Launavinnsla og tímavídd |
---|
Við útreikning launa munu launaliðir skiptast upp innan útborgunar ef fleiri en ein tímavídd gildir fyrir viðkomandi útborgunarmánuði. Ef sem dæmi starfsmaður færist til um deild á miðju tímabili þá skiptast allir launaliðir upp í tvennt. Starfsmaður fær “101 Mánaðarlaun” tvisvar sinnum, t.d. fyrir tímabilið 1.-14. janúar í deild 10 og sama launalið fyrir tímabilið 15.-31. janúar í deild 20. |
Það er því mikilvægt að vanda skráningu tímavíddar þannig að launaseðlar viðkomandi margfaldist ekki að óþörfu og að breytingar séu sameinaðar sem mest. |
Um leið og fastir liðir eru staðfestir er launaliðum mögulega skipt upp samkvæmt tímavídd. |
Ef það á að t.d. að yfirskrifa launaflokk, þrep eða það sem við á, þá þarf að leyfa uppskiptingunni að verða.
|
Áhrif tímavíddar eru tekin inn í launaútreikning um leið og fastir liðir eru lesnir inn eða handslegnir inn. Það er því mikilvægt að ljúka skráningu á tímavídd vel fram í tímann ef þess er nokkur kostur.
|
Leiðrétta laun afturvirkt er gert eins og áður. Farið í starfsmann og launaflokki breytt.
|
Hér má finna nokkrar aðgerðir í tengslum við tímavídd:
Hækka fasta liði í tímavídd Uppfæra samkvæmt tímavídd Skrá færslur á marga starfsmenn í tímavídd Breyta opinni tímavídd á mörgum Stofna og breyta tímavídd inn á milli
Upplýsingar um fasta og hlutfallaði liði tímavídd: