Annað sem hafa þarf í huga

Tímavíddir “staflast upp”. Efsta tímavíddin er alltaf opin og alltaf sú sem er lengst fram í tímann.

Aldrei þarf að slá inn lokadagsetningu tímavíddar – færsla lokast sjálfkrafa þegar nýja færslan er búin til og miðast lokadagsetning hennar við upphafsdagsetningu nýju færslunnar.

Aðeins er hægt að eyða opnum tímavíddarfærslum (þó ekki frumstillingarfærslunni). Ef opinni tímavíddarfærslu er eytt, þá opnast næsta færsla fyrir neðan sjálfkrafa.

Breytingar á tímavídd eru gerðar í glugga sem birtir öll svæði tímavíddar. Núverandi gildi sjást vinstra megin og hægt er að skrá ný gildi hægra megin. Þegar ný gildi hafa verið skráð hægra megin, sjást breyttu gildin feitletruð.

Ef tímavídd hefur verið virkjuð er ekki er hægt að breyta upplýsingum í starfsmannamyndinni sjálfri heldur þarf að gera allar breytingar á gildum í gegnum breytingagluggann (sem opnast þegar smellt er á píluna) hvort sem breyta á opinni tímavíddarfærslu eða búa til nýja tímavíddarfærslu - ekki er þó nauðsynlegt að búa til nýjar tímavíddarfærslur.

Tímavíddarlistinn sýnir breytingar á gildum (stillingar sem tóku breytingum eru feitletraðar).

Skjámyndin Starfsmaður sýnir alltaf núverandi stöðu samkvæmt yfirstandandi tímavídd.

Tímavíddir sem voru til fyrir, til dæmis á launatöflum og lífeyrissjóðum eru óbreyttar að svo stöddu.

Breytingar sem tengjast tímavídd eru það umfangsmiklar að þær verða ekki aðgengilegar í eldri útgáfum af H3 Laun. Búið er að loka á launavinnslur/-skráningu í Windows client.

Þegar tímavídd hefur verið virkjuð þá er EKKI hægt að bakka þeirri aðgerð.