Uppskipting við breytingar á tímavídd.
Laun - Stofn - Stillit - Laun-tímavídd
Nú er hægt að velja um að eftirfarandi víddir skiptist ekki upp samkvæmt tímavídd.
Starfstétt
Verk
Verkþætti
“Já” er sjálfkrafa setti í alla liðina og þarf að breyta því í “Nei” ef ekki er vilji að uppskipting eigi sér stað.
Dæmi: “Nei” er sett á Verk.
Þegar sett er nýtt Verk á starfsmann í miðjum mánuði, þá er einungis verið að horfa á Verk sem var skráð í upphafi mánaðar. En ekki skipt upp í tvær línur m.v. hvenær seinna Verk var skráð í tímavídd.
ATH! Breyting í tímavídd þarf að eiga sér stað eftir að virknin var sett á svo hún virki.
Ef t.d. Verk er breytt á tímabilinu svo er farið í stillinn og sett “nei” við hvort Verk eigi að skiptast upp, þá mun það samt skiptast upp þar sem breyting í tímavídd átti sér stað áður er stilling var sett á.
Því þarf að setja stillinguna á og svo breyta tímavídd.
Ef búið er að breyta tímavídd og stilling breytt eftir á þá er hægt að skrifa upplýsingar í athugasemdar gluggann í tímavíddinni og þá mun t.d m.v dæmið hér að ofan Verk ekki skiptast upp.