Starfsmannamynd

Starfsmannamyndin (Laun > Starfsmenn og Stjórnun > Starfsmenn) breytist töluvert með tilkomu tímavíddar.  

Efst má sjá borða (e. header) með helstu upplýsingum um starfsmanninn:

Vinstra megin má sjá nokkra flipa og eru sumir þeirra tengdir tímavíddinni.

Laun > Starfsmenn:

Stjórnun > Starfsmenn:

Hægt er að skrá tímavíddarfærslur á þessum flipum:

  • Staða starfs

  • Starf

  • Grunnlaun (sést aðeins launamegin)

Tímavíddin er ein og sama tímavíddin þó svo hægt sé að gera tímavíddarskráningar á öllum þessum þremur flipum.

Virknin er eins og áður í þessum flipum (með sjálfstæðri tímavídd):

  • Fastir og hlutfallaðir liðir (sést aðeins launamegin)

  • Kjarakönnun flokkun

  • Jafnlaunaskráning (sést aðeins launamegin, verður hægt að aðgangsstýra í Stjórnun - Starfsmenn)

Að auki má sjá nokkra flipa sem ekki eru tengdir tímavídd:

  • Líf. sj. og stéttarf.

  • Viðbótarstarfsaldur

  • Reiknihópar (sést aðeins launamegin)

Neðst á starfsmannamyndinni má svo sjá tímavíddarfærslurnar sem henni tilheyra:

Frumstillingarfærslan í tímavídd

  • Fyrsta tímavíddarfærslan, frumstillingarfærslan, gildir frá fyrsta degi þess mánaðar sem tímavíddin er virkjuð EÐA fyrsta starfsdegi viðkomandi starfsmanns. (Gildir frá „01.04.2020“ á myndinni hér fyrir ofan).

  • Ekki er hægt að breyta upphafsdagsetningu frumstillingarfærslu eða eyða færslunni út.

  • Frumstillingarfærslan kemur með athugasemdinni “Frumstilling tímavíddar – afritað frá Starfsmaður“, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

 

Athuga skal að tímavíddin verður virkjuð hjá öllum notendum í síðasta fasanum, þegar tímavíddarvirknin er orðin fullmótuð virkni í H3.