1.3 Stofn - Launatöflur

Kerfið kemur uppsett með tveimur launatöflum

Númer

Heiti

Vinnuskylda 100%

Orlofsstuðull

Nota orlofshækkun

Nota þrepahækkun

0

Sameiginleg krónu- og réttindatafla

 

 

0

0

100

Fyrirtækistaflan

173.33

 

0

0

0 Sameiginleg krónu- og réttindatafla

Í sameiginlega krónu- og réttindatöflu er skráð allt sem á við alla í fyrirtækinu og er þá aðallega verið að nota 2 flipa í þeirri töflu, Krónur og Réttindaáramót. Þessari töflu má ekki eyða.

Tenging við allar launatöflur er í gegnum töflulið á launalið

Undir Krónur eru settir þeir launaliðir sem eru sameiginlegir fyrir alla í fyrirtækinu, t.d. hægt að setja orlofs- og desemberuppbót þar inn ef allir eiga að fá sömu krónutölu. Einnig er hægt að setja starfsmannafélag, matarmiða, samgöngustyrk, kílómetragjald o.fl. ef það sama gildir um alla. Við skráum hér líka launaliði sem 0 krónur. Þetta eru þá launaliðir sem hægt er að skrá á hvaða upphæð sem er í skrá tíma og laun. Þeir sækja þá ekki ákveðna krónutöluupphæð eða hlutfall. Ef launaliðir eru með misjafnar upphæðir eftir samningum þá setjum við þá upp í hverri launatöflu fyrir sig. Sjá dæmi um uppsetningu í sameiginlegri töflu:

Launaliður

Heiti

Krónur

721

Starfsmannafélag

2000

740

Matarmiðar

700

190

Önnur laun án orlofs

0

220

Álagsgreiðslur

0

270

Desemberuppbót

96000

260

Orlofsuppbót

52000

 

Réttindaáramót koma uppsett með kerfinu og þarf að yfirfara þessa uppsetningu og breyta ef verið er að nota önnur réttindaáramót en eru í þessari uppsetningu.

Athugið að ef ávinnsla t.d. orlofs eða vetrarfrís er flutt úr tímaskráningarkerfi þá getur þurft að skoða á hvaða dagsetningum þessar færslur flytjast því þetta getur haft áhrif á réttindaáramótin. Gott að skoða hvernig þessu er háttað í fyrirtækinu og fara þá yfir málið með launaráðgjafa.

100 Fyrirtækistaflan

Misjafnt er hvað fyrirtæki eru að nota margar launatöflur og hvort verið er að fara eftir uppsettum launatöflum stéttarfélaga eða hvort launatöflur eru einstaklingsmiðaðar. Það er þá hægt að nota þessa töflu sem fyrstu launatöfluna og gefa henni nýtt nafn eða eyða henni út og búa til nýjar.

Almennt er verið að setja upp launatöflur eftir kjarasamningum, t.d. BHM, VR, Efling, RSÍ o.fl. og þarf þá að setja upp flokka, þrep og rétt hlutföll útfrá vinnuskyldu í hverjum samningi. Það getur líka þurft að setja upphæðir í krónutöluhlutann ef það er eitthvað sem á bara við um þennan kjarasamning og er ekki sett upp í sameiginlegu töflunni.

Samráð skal haft við launaráðgjafa við skráningu og innlestur á launatöflum til að skoða heildarmyndina varðandi fjölda launataflna og skipulag.

Sjá dæmi um uppsetningar á launatöflum:

Launatöflur - Skráning upplýsinga

Viðbótarfróðleikur um launatöflur:

Launatöflur Flokkar og þrep Hlutföll Krónur Orlofshækkanir Þrepahækkanir Réttindaáramót

Sjá lýsingu á virkni fyrir innlestur í launatöflur:

Innlestur í launatöflu (lesa inn CSV skrá)