Útgáfa 8895 - Janúar-uppfærsla
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun - Launatöflur | Nú er ekki hægt lengur að eyða flokki í launatöflu ef einhver starfsmaður er skráður á viðkomandi flokk. | Laun |
| |
Laun fullur aðgangur | Þeir notendur sem eru með Laun (F) geta nú séð þær athugasemdir, ef einhverjar eru, við tímavíddarkeyrsluna sem keyrir á hverjum sólahring. Athugasemdirnar birtast í rauðum glugga neðst í hægra horni H3+, sbr glugginn hér til hliðar. | Laun |
| |
Laun - Laun - Afturvirkar launaleiðréttingar | Gerðar hafa verið aðlaganir á aðgerðinni "Afturvirkar launaleiðréttingar". Nú er hægt að framkvæma leiðréttingar óháð tímarvíddarskráningum starfsmanna, sjá nánari upplýsingar hér til hliðar eða hér. | Laun | Ef búið er að virkja tímavídd og framkvæma á afturvirkar launaleiðréttingar þá vinnur vinnslan nú samkvæmt skráningum í tímavídd. Skoðaðar eru tímabil skráninga á tímavídd á móti upphæðum í launatöflu á viðkomandi tímabili og hvað starfsmaðurinn fékk greitt. Bætt var við aðgerð í vinnsluna frá og með uppfærslu 8895 (janúar 2022) sem býður upp á það að leiðrétta laun óháð tímavíddarskráningum á starfsmönnum. Ef hakað er í gula svæðið hér til hliðar þá miðast leiðréttingin við skráðar upplýsingar á starfsmanni sem eru í gildi á þeim degi sem vinnslan er keyrð.
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Nú er boðið upp á tvær reikniaðferðir, sjá nánari upplýsingar hér til hliðar eða hér. | Laun | Aðferð 1Notar fjölda virkra daga deilt með meðaltalsmánuði (21,67) til að reikna hlutfall eininga þegar launalið er skipt upp. Þetta er aðferð sem hefur verið notuð í H3 hingað til. Dæmi: Starfsmaður á 100% launum fær launahækkun frá og með 15.9.2021. Tímabil 1: 1.9-14.9.2021 samtals 10 virkir dagar sem gerir 10/21,67= 0,461467 Tímabil 2: 15.9-30.9.2021 samtals 12 virkir dagar sem gerir 12/21,67=0,553761 Samtals gerir þetta 1,015228 einingu. Hjá þeim notendum sem eru að nota tímavídd þá framkvæmir kerfið skiptinguna sjálfkrafa ef það er merkt að viðkomandi launaliður eigi að hlutfallast eftir dagsetningum í tímavídd. Þeir notendur sem eru ekki búnir að virkja tímavídd halda áfram að handskrá þessar breytingar líkt og þeir hafa áður gert. Aðferð 2Notar fjölda daga á tímabili deilt með fjölda daga í mánuðinum. Þetta er ný aðferð! Dæmi: Starfsmaður á 100% launum fær launahækkun frá og með 15.9.2021. Tímabil 1: 1.9-14.9.2021 samtals 14 dagar sem gerir 14/30= 0,466667 Tímabil 2: 15.9-30.9.2021 samtals 16 dagar sem gerir 16/30=0,533333 Samtals gerir þetta 1 einingu. Notendur sem eru með tímavídd og velja að nota þessa aðferð fara í Laun - Stofn - Stillir - HLaun - Nota fjölda virkra daga deilt með meðaltalsmánuði (21,67) til að reikna hlutfall eininga þegar launalið er skipt upp samkvæmt tímavídd og velja “Nei”. Þessari nýju stillingu verður dreift með gildinu “Já” og munu notendur ekki finna fyrir neinum breytingum nema þeir viðskiptavinir sem eru komnir með tímavídd þeir þurfa að vera meðvitaðir um þegar það er uppskipting skv. skráningu í tímavídd á tímabili að laga einingarnar í takt við hvað viðkomandi á að fá greitt í laun sbr ofangreint dæmi í aðferð 1.
| |
Laun - Starfsmenn - Grunnlaun - Persónuálag | Nú er hægt að skrá Persónuálag á starfsmenn, sjá nánari leiðbeiningar hér til hliðar eða hér. | Laun | Hægt er að setja inn Starfsþróunar- og Menntunarálag sem samanlagt gerir Persónuálag starfsmannsins. Ferli: Starfsmenn - Grunnlaun Athugið að þessi virkni er eingöngu aðgengileg með Tímavídd og hefur bein áhrif á þrep starfsmannsins í launatöflunni. Með þessu er hægt að bæta við á auðveldan hátt þegar starfsmaður bætir við sig t.d. menntunarálagi sem á að hafa áhrif til hækkunar launa.
Til að virkja Persónuálagið þarf að fara í Stofn-Stillir-HLaun-Kveikja á persónuálagi og velja “Já”. Ef óskað er eftir aðstoð ráðgjafa að lesa inn gögn í þessu nýju svæði, hafið þá samband á netfangið h3@advania.is | |
Rafrænar undirskriftir, Signet | Nú sjást ekki lengur óvirk tölvupóstsniðmát í Signet-glugga | RAFRÆNAR UNDIRSKRIFTIR |
| |
Stjórnun - Verkferlar | Nú þarf deild ekki lengur að vera tengd sviði svo að starfsmenn sjáist í verkferlum | STJÓRNUN |
| |
Stjórnun - Verkferlar | Lagfæring á því að ekki var hægt að virkja verkferli t.d. ef starfsmaður sem virkja átti verkefli fyrir var ekki skráður í sömu deild og stjórnandi sem átti að framkvæma þau | STJÓRNUN |
|