Stofna og breyta tímavídd inn á milli

Notendum gefst núna kostur á að stofna og breyta tímavídd inn á milli tímavídda.

Dæmi 1: Starfsmaður er með tímavídd til 20.02.2023 þar sem starfsmaður fer úr þrepi 1 í þrep 3.

En hann átti að fara í þrep 2 í smá tíma í millitíðinni.

Ýtt er á plúsinn og tímabil skráð með upphafs- og lokadagsetningu (hér er það frá 15.02.2023 til 19.02.2023) og þrep 2 skráð í réttan dálk > Vista.

Eins og myndin sýnir, þá er launamaður í þrepi 1 til 14.02.2023, fer í þrep 2 15.02.2023 og svo endar í þrepi 3 þann 20.02.2023.

 

Dæmi 2: Launafulltrúi er með nokkrar tímavíddir á einum starfsmanni og tekur eftir því að Starfsstétt er ekki rétt skráð á nokkrum tímavíddum. Hann vill hafa það eins á þeim öllum. Hann velur elstu tímavíddina sem hann vill breyta, setur rétta Starfsstétt í dálkinn > ýtir á Áfram > þá kemur upp gluggi „Viltu breyta framtíðartímavídd?“ hann velur „Yes“ þá breytist Starfsstéttin í það sem hann valdi frá og með tímavíddinni sem hann breytti.

 

Einnig er komin vinnsla þar sem hægt er að breyta tímavíddum á mörgum starfsmönnum í einu. Hér er leiðbeiningar fyrir þá vinnslu: Breyta opinni tímavídd á mörgum