Gera eyðublað

Hægt er að búa til margs konar eyðublöð í H3 Mannauði, til dæmis eyðublöð fyrir árleg starfsmannasamtöl, starfslokasamtöl og fleira.

Athugaðu að í H3 er einnig að finna annars konar "eyðublöð", þ.e. forsniðin skjöl, en þau gera notandanum kleift að safna saman gögnum sem skráð hafa verið í kerfið og birta á einu skjali. Ráðningarsamningur er dæmigert forsniðið skjal.


Eftirfarandi tegundir atriða (spurninga) til að setja á eyðublöð eru í boði:

  1. Já/Nei atriði (bool)
  2. Skýringartexti (caption)
  3. Fellival, bundið við lista (combo)
  4. Fellival, leyfilegt að skrá inn frjáls gildi (combofree)
  5. Textasvæði (memo)
  6. Textasvæði, lítið (text)
  7. Valatriði (radio)

Eyðublöð – skref fyrir skref

Best er að byrja á að teikna eyðublaðið upp. Svo þarf að búa til nýja tegund eyðublaðs, búa til atriði (spurningar) og að lokum setja atriðin á eyðublaðið. 

  1. Búa til flokk fyrir eyðublaðið, þ.e. ef hann er ekki þegar til í kerfinu: Eyðublöð > Flokkar eyðublaða > Insert.
  2. Búa til nýja tegund eyðublaðs: Eyðublöð > Tegundir eyðublaða > Insert.
  3. Búa til flokka atriða (birtast sem millifyrirsagnir á eyðublaðinu): Atriðasafn > Flokkar.
  4. Búa til atriði (sjá mynd hér fyrir neðan):
    1. Velja Atriðasafn > Insert.
    2. Ef búa á til atriði af tegundinni "Skýringartexti (caption)", þarf textinn sjálfur að vera skráður í reitinn Hjálpartexti (ekki í reitinn Heiti).
    3. Ef búa á til atriði af tegundinni "Fellival (combo eða combofree)" eða "Valatriði (radio)", má hvort sem er búa til nýjan kvarðahóp og kvarða (Þekking > Kvarðahópar / Kvarðar) fyrir valmöguleikana eða skrá þá í Leyfileg gildi.
    4. Ef tvö eða fleiri atriði eiga að birtast hlið við hlið á eyðublaðinu, þarf að fyrst að búa til töflu (Atriðasafn > Töflur) og tengja svo viðkomandi atriði við töfluna. Setja má allar tegundir atriða saman í töflu nema "Skýringartexta (caption)" og stórt "Textasvæði (memo)".
    5. Ef atriðið á að vera skyldureitur, þarf að velja „Skilyrt“ í fellilistanum undir Krafa.
    6. Númerið sem sett er í Röð segir til um hvar atriðið á að birtast innan atriðaflokksins (1 = efst o.s.frv.).
    7. Vídd á skjá segir til um hversu breitt atriðið á að vera. Full breidd á eyðublaði er 59. Ef setja á tvö eða fleiri atriði í töflu (sbr. lið d hér fyrir ofan), þarf að gæta þess að samanlögð breidd allra atriðanna sé ekki meiri en 59.


5.  Afrita flokka atriða á eyðublaðið: Tegund eyðublaðs > velja viðkomandi tegund eyðublaðs > Aðgerðir > Afrita atriði.

Svo þarf að velja þá flokka atriða sem eiga að vera með á eyðublaðinu (hér hefur flokkurinn "Öll atriði" verið valinn sem er með 10 atriðum):

Hægt er að henda út stökum atriðum með því að velja mínusana vinstra megin við hvert atriði. Þegar það er gert, detta atriðin út af eyðublaðinu en halda áfram að vera til í Atriðasafninu. Hægt er að breyta röð atriðanna á eyðublaðinu og hafa þau í annarri röð þar en þau eru í Atriðasafninu sjálfu.