Myndrænn samanburður í eyðublöðum

 

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig eyðublöð eru búin til

 

Til að geta unnið með myndrænan samanburð í eyðublöðum þarf að hafa eininguna HRM0781

Því næst er smellt á Stjórnun - Eyðublöð - Myndrænn samanburður

 

Til þess að hægt sé að taka út myndrænan samanburð þá þurfa spurningarnar að vera með fyrirfram skilgreindum svarmöguleikum

Fyrst þarf að fara í Eyðublöð – Tegund eyðublaða – þar þarf að velja það eyðublað sem á að vinna með og smella á það og velja fyrir hverja spurningu sem á að taka út hvernig grafið á að vera. Þrír valmöguleikar eru í boði:

·       Súlurit

·       Kökurit

·       Stöplarit

 

Þegar búið er að velja útlit grafs er farið í Myndrænan samanburð og valið hvaða eyðublað á að taka út í samanburðinum, hægt er að velja fleiri en eitt til að bera saman en þá þurfa að vera sömu spurningar á báðum eyðublöðunum:

 

Þegar búið er að haka við það eyðublað/blöð sem á að velja er smellt á Útbúa graf. Gefa þarf Excelskjalinu nafn og vista það – að því loknu opnast skjalið líkt og sjá má hér að neðan: