Spurningar á umsóknareyðublaði
Þegar þú ert búin(n) að búa til nýja ráðningarbeiðni er komið að því að setja spurningarnar á umsóknarblaðið.
Smelltu á Afrita spurningar til að sjá nýjan glugga þar sem eru í boði tveir valmöguleikar:
- Afrita spurningar úr annarri ráðningabeiðni
- Afrita spurningar úr einum eða fleiri spurningaflokkum
Afritaðar spurningar birtast svo á flipanum Spurningar. Athugaðu að þú getur alltaf fjarlægt stakar spurningar af umsóknarblaðinu - sjá neðar.
Afrita spurningar úr annarri ráðningabeiðni
Oft eru til eldri ráðningabeiðnir um svipuð störf, og þá er tilvalið að afrita spurningar af viðkomandi beiðni inn á þessa nýju. Þú getur annað hvort smellt inn í vallistann og byrjað að skrifa heitið á ráðningabeiðninni sem þú vilt afrita af, eða smellt á stækkunarglerið til að sjá lista yfir allar ráðningabeiðnir. Smelltu svo á Afrita úr beiðni til að afrita.
Spurningasniðmát
Tilvalið er að búa til spurningasniðmát fyrir mismunandi gerðir af störfum - til dæmis eitt sniðmát fyrir sérfræðingastörf, annað fyrir skrifstofustörf, þriðja fyrir stuðningsstörf o.s.frv. - sem er svo afritað af inn á nýjar ráðningabeiðnir. Til að búa til sniðmát er einfaldlega búin til ný ráðningabeiðni og henni gefið gott heiti - til dæmis Sniðmát - skrifstofustörf. Síðan eru afritaðar inn á sniðmátið spurningar úr flokkum sem eiga við fyrir skrifstofustörf - svo sem kunnátta á Word, Excel og bókhaldsforritum, ásamt almennum spurningum sem eiga við á öllum umsóknum - persónuupplýsingar, fyrri störf, meðmælendur o.s.frv.
Afrita spurningar úr einum eða fleiri spurningaflokkum
Hér má velja þá spurningaflokka sem við eiga á ráðningabeiðninni. Hakaðu við flokkana og smelltu á Áfram til að afrita spurningar úr þeim flokkum inn á beiðnina.
Vantar spurningar í listann?
Ef þú sérð ekki spurningarnar sem þú varst að afrita inn á listann gætir þú þurft að smella á Sækja allar færslur neðst í listanum
Unnið með spurningarnar
Spurningalistinn hér virkar eins og aðrir listar í kerfinu; hér má leita eftir spurningum, fella saman flokkana, og fjarlægja stakar spurningar með því að smella á mínusinn fyrir framan þær.
Sjá nánar um að vinna með lista:
Breyta kröfu um útfyllingu
Það er skilgreint hvort almennt sé nauðsynlegt að svara spurningu eða ekki í Atriðasafninu sjálfu, en það má stilla það fyrir einmitt þetta umsóknarblað í spurningalistanum hér, með því að breyta gildinu í dálknum Hæfnisstig.
Breyta röðun
Röðun sem spurningar birtast í innan flokks er skilgreind í Atriðasafninu sjálfu, en það má endurskilgreina röðunina fyrir þetta umsóknablað með því að breyta tölunni í dálknum Röð.