Af hverju birtist ráðningabeiðnin ekki?

Ef ráðningabeiðnin þín birtist ekki á ráðningavefnum skaltu gera eftirfarandi:

1. Kanna stöðu ráðningabeiðnar

Ráðningabeiðni birtist ekki ef staða hennar er í stöðluðu stöðunni Ný (birtist ekki).   Sjá meira um staðlaðar stöður ráðningabeiðna hér: Ný ráðningabeiðni

2. Kanna umsóknarfrest ráðningabeiðnar

Ráðningabeiðni birtist ekki ef dagurinn í dag er ekki innan tímabilsins sem afmarkast af dagsetningunum í Umsóknarfrestur til og Umsóknarfrestur með.  Það er nauðsynlegt að skrá bæði upphafsdag og lokadag umsóknartímabils.  

3. Kanna hvort flokkur umsóknar sé falinn eða honum hafi verið eytt út

Ráðningabirtist ekki ef hún tilheyrir flokki sem stillt er að birtist ekki eða hefur verið eytt út.  Sjá Flokkar ráðningabeiðna

4. Hreinsa skyndiminni vafrans

Mögulegt er að vafrinn þinn sé að spara þér niðurhal og geymi nýjustu útgáfu af vefnum, án ráðningabeiðnarinnar. Til að hreinsa skyndiminni vafrans skaltu smella einusinni á ráðningavefinn til að virkja síðuna, og styðja svo á Ctrl + F5 á lyklaborðinu. Nú ætti vafrinn að sækja síðuna aftur frá grunni.


Ef þú ert búin(n) að gera allt sem hér er nefnt skaltu endilega hafa samband við ráðgjafana okkar: Smelltu hér til að hafa samband