Tengja umsækjanda við beiðni (laust starf)
Það geta legið ýmsar ástæður fyrir því að þú vilt tengja umsækjanda við ráðningarbeiðni;
- Umsækjandi skráði sig en sendi ekki inn umsókn...
- Umsækjandi sótti um almennt starf...
- Umsækjandi sótti um eitthvert starf sem hann verður líklega ekki ráðinn í...
...en þú ert með starf í huga sem umsækjandinn gæti passað mjög vel fyrir - hvort sem það er auglýst eða ekki - og því viltu tengja umsækjandann við starfið svo stjórnandi fái aðgang að umsókn, nú eða bara til að halda utan um að þessi umsækjandi henti vel fyrir starfið. Sumir eru til dæmis með hálfgerðar safn-ráðningabeiðnir, þar sem þeir safna vænlegum starfskröftum sem þeir rekast á í yfirferð yfir umsóknir.
Til að tengja umsækjandi við nýja ráðningabeiðni gerirðu eftirfarandi:
- Opnaðu Ráðningar > Umsækjandi og finnur viðkomandi umsækjanda
- Smelltu á Tengja umsækjanda við beiðni í Aðgerðir glugga
- Glugginn sem opnast lítur þá svona út
- Ákveddu hvort þú vilt Fela tengingu fyrir umsækjanda eða Sýna tengingu. Umsækjandi fær ekki að vita af þeim ráðningabeiðnum þar sem valið er Fela tengingu, hann sér þær ekki á Mínar síður og mun ekki fá tölvupósta við höfnun eða neitt slíkt sem semt er á hóp umsækjenda út frá þessari nýju umsókn.
- Finndu ráðningabeiðnina sem þú vilt tengja umsækjandann við. Þú getur slegið inn leitarstreng í leitarstýringunni til að auðvelda leitina.
- Hakaðu við eina eða fleiri ráðningabeiðnir sem þú vilt tengja umsækjandann við.
- Smelltu á Áfram hnappinn. Hann verður virkur þegar þú hefur hakað við eina eða fleiri ráðningabeiðnir.
- H3 mun staðfesta að tengingin hafi tekist:
Sér umsækjandi að hann var tengdur við umsókn?
Þú getur séð hvort umsókn hefur verið falin fyrir umsækjanda - og hann fær þar með ekki pósta vegna hennar - eða hvort hún er honum sýnileg í lista yfir umsóknir á umsækjanda og umsóknir:
Hvernig sé ég hvort umsækjandi sóttur sjálfur um eða var tengdur við ráðningabeiðni?
Þú getur séð hvort umsækjandi sótti sjálfur um eða var tengdur við ráðningabeiðni á umsókninni sjálfri:
Þennan reit má einnig birta sem dálk í umsóknalista: