Aðgangur stjórnenda og annarra að umsóknum

Stjórnendur geta fengið aðgang að umsóknum um laus störf á Stjórnun > Umsóknir


Sér stjórnandi ekki Umsóknir hnappinn?

Ef stjórnandi sér ekki Umsóknir hnappinn þarf að stilla aðgang hans:

  • Gefa aðgangseiningu 783 - Stjórnun - Umsóknir
  • Gefa aðgang að stöðum umsókna í Aðgangsstýringar

Smelltu hér til að hafa samband við ráðgjafa ef þú vilt fá aðstoð við að gefa stjórnendum aðgang.


Gefa aðgang að umsóknum um ákveðna ráðningabeiðni

Til að gefa einum eða fleiri stjórnendum aðgang að umsóknum um ákveðna ráðningabeiðni bætir þú viðkomandi á listann á flipanum Aðgangsheimildir umsókna á ráðningabeiðninni. Smelltu á plúsinn til að bæta við línu í töfluna, og veldu notanda úr listanum sem birtist þegar þú smellir á stækkunarglerið í Notandi dálkinum.


Notendur birtast í þessum lista þegar þeim hefur verið gefinn aðgangur að Stjórnun > Umsóknir hnappnum.

Uppsetning dálka fyrir stjórnendur

Það er um að gera að stilla upp dálkauppröðun og flokkun í hópa sem líklegt er að nýtist stjórnendum í þínu fyrirtæki, og gefa svo stjórnendum aðgang að þeim uppsetningum. Til dæmis gætirðu búið til uppsetningu sem legði áherslu á menntun umsækjenda, nýjasta starf þeirra, nú eða hversu færir þeir eru í launabókhaldskerfum.  Einnig mætti setja upp uppsetningu þar sem auðvelt er að sjá hvernig umsækjandi er búinn að standa sig í viðtölum eða prófum - þ.e. reitina sem sjá má á flipanum Yfirferð umsókna. 

Bera saman umsækjendur

Vissir þú að allar spurningar sem finna má á umsókn og á flipanum Yfirferð umsókna er hægt að birta í listanum hér? 

Það þýðir að hægt að raða eftir, sía, og flokka eftir öllum svörum umsækjenda, athugasemdum á Yfirferð umsókna o.fl., og þannig á fljótlegan og einfaldan hátt bera umsækjendur saman eftir næstum því hverju sem er!


Þegar þú ert búin að stilla upp uppsetningu í Stjórnun > Umsóknir, sem þú vilt gefa stjórnendum aðgang að, getur þú vistað uppsetninguna og deilt með öðrum notendum. 

Sjá nánar um að vinna með lista hér:

Af hverju sér stjórnandi gamlar umsóknir?

Stjórnandi hefur aðgang að öllum umsóknum þar til aðgangur hans að umsóknum um ákveðna ráðningabeiðni fjarlægður eða aðgangur hans takmarkaður við stöðu umsókna.

Fjarlægja allar umsóknir um ákveðna ráðningabeiðni 

Þegar ráðningu er lokið má fjarlægja aðgang stjórnandans að ráðningabeiðninni. Þá er notandinn einfaldlega fjarlægður úr listanum á flipanum Aðgangsheimildir umsókna, með því að smella á mínusinn í færslunni.

Takmarka aðgang við umsóknir í ákveðnum stöðum

Nota má stöðu umsókna til að tryggja að umsóknir detti út úr hans sýn eftir því sem þær færast að lokum ráðningaferlisins. Til dæmis mætti takmarka aðgang stjórnandans að stöðum umsókna þar sem umsóknir eru Í vinnslu, og þannig sæi hann þá td ekki umsóknir í stöðunni Höfnun eða Höfnun og svarbréf sent. Þetta er gert í Aðgangsstýringum á hlutverki notandans eða notandanum sjálfum.