Tengja eyðublað við marga starfsmenn

Áður en hægt er að skrá upplýsingar um tiltekna starfsmenn á eyðublað í H3 Mannauði, þarf að tengja eyðublaðið við starfsmennina. Hægt er að tengja eyðublað við hóp starfsmanna með einni aðgerð.

Velja Stjórnun > Mannauður:

Svo þarf að velja þá starfsmenn í listanum sem tengja á eyðublaðið við og velja Aðgerðir > Eyðublöð:

Þá opnast þessi skráningargluggi:

                                                     

Velja þarf flokk og tegund eyðublaðs úr fellilista og skrá stutta lýsingu, sbr. myndina hér fyrir ofan. Samhliða tengingunni er hægt að senda tölvupóst á þá starfsmenn, sem valdir hafa verið, með því að haka við Senda tölvupóst. Í neðsta glugganum, Viðtakendur, má sjá þá starfsmenn sem valdir hafa verið.

Þegar valmyndin hefur verið fyllt út og ýtt hefur verið á Áfram, birtast eyðublöðin hjá starfsmönnunum, sbr. "Starfsmannasamtal 2016" á myndinni hér fyrir neðan:

Tvísmella þarf á færsluna eða smella á flipann Skráning til að opna eyðublaðið. Athugið að til þess að geta fyllt út í reitina á eyðublaðinu, þarf fyrst að smella á hnappinn Breyta.