Ný ráðningabeiðni
Fyrsta skrefið í ráðningaferlinu er að stofna ráðningabeiðni þ.e. starfsauglýsingu. Gert er ráð fyrir að öll laus störf séu annað hvort eða bæði auglýst á heimasíðu fyrirtækis eða á innra neti þess.
Stofna ráðningabeiðni
Til að búa til nýja ráðningabeiðni er smellt á Ráðningabeiðnir, þá opnast listi með öllum ráðningabeiðnum í kerfinu. Til að skoða ráðningabeiðni sem til er í kerfinu nánar er farið í Skráning. Þá er hægt að skoða atriði eins og umsóknafrest, stöðu og birtingu. Með því að ýta á Insert / smella á hvíta blaðið / ýta á Ctrl + N er hægt að skrá nýja beiðni.
Almennar umsóknir
- Algengt er að fyrirtæki séu með almenna umsókn sem er stöðugt í birtingu, önnur laus störf koma svo og fara eftir því sem við á.
- Hægt er að hafa svarbréf fyrir almenna umsókn með öðru orðalagi en svör við auglýstum störfum (t.d. benda á að almennum umsóknum sé ekki svarað sérstaklega).
Röð
Séu mörg laus störf í auglýsingu er þetta sú röð sem störfin birtast í listanum á vefnum. Lægsta númer efst, hæsta neðst.
Þarfnast ekki innskráningar
Ef hakað er í þennan reit getur umsækjandi sótt um þetta starf án þess að skrá sig inn á ráðningavef.
Fyrirsögn
Heiti starfsins eins og Almenn umsókn 2014. Fyrirsögnin birtist í listanum yfir laus störf á netinu.
Staða ráðningabeiðnar
Stöður ráðningabeiðna er listi sem hægt er að aðlaga að hverju fyrirtæki eftir þörfum Þó eru alltaf staðlaðar stöður bak við hverja stöðu, og er listinn hér miðaður við það. Stöðluð staða er birt í sviga fyrir aftan stöðuheitið - til dæmis: 20 Umsóknir (Í vinnslu) - hér er staða númer 20, sem heitir Umsóknir, en er í stöðluðu stöðunni Í vinnslu.
Staðlaðar stöður hafa eftirfarandi merkingu:
|
Flokkur
Hægt er að nota flokka ráðningabeiðna til dæmis þegar starfsstöðvar fyrirtækis eru á mörgum stöðum eða ef draga á saman auglýsingar eftir menntunarkröfum eða starfahópum. Þessir flokkar birtast á ráðningavef. Þú getur unnið með flokkana með því að smella á örina undir Ráðningabeiðnir og velja Flokkar ráðningabeiðna.
Umsóknarfrestur til og með
Hér er umsóknafresturinn skráður. Ef dagurinn í dag er utan tímabilsins hér, þá mun ráðningabeiðnin ekki birtast á vef. Athugaðu að það er nauðsynlegt að skrá báðar dagsetningarnar til að ráðningabeiðnin birtist.
Sækja atriði sem hafa verið forskráð á starfsheiti
Ef hakað er í þetta er hægt að sækja upplýsingar úr starfsheiti launakerfis í umsókninni á flipanum Umsókn > Ráðning. Þannig er hægt að staðla og flýta fyrir skráningu starfstengdra upplýsinga við ráðningu. Einnig er hægt að taka starfstengdar upplýsingar út á ráðningasamningi.
Skýring fyrir vef
Hér er hægt að setja skilaboð um framvindu til umsækjanda, eins og verið sé að vinna úr umsóknum eða viðtöl séu hafin. Athugið að það sem er skrifað hér birtist umsækjanda á Mínum síðum á ráðningavefnum. Ef þú ert með ráðningavef bæði á ensku og íslensku smellir þú á English til að setja inn skýringu á ensku. Þeir sem eru með sinn aðgang stilltan á ensku sjá þá þann texta.
Birtist ráðningabeiðnin ekki á vef?
Gáðu hvort lausnin er hér: Af hverju birtist ráðningabeiðnin ekki?
Starfslýsing / Hæfniskröfur
Í starfslýsingu eða hæfniskröfum er hægt að setja lýsingu á lausa starfinu svo umsækjandi hafi greinargóðar upplýsingar um starfið. Oft eru hér einnig settar menntunar- og hæfniskröfur starfsins. Athugið að þessi texti birtist á ráðningavefnum.
Unnið með textann
Í ritlinum er unnið með texta sem mun birtast beint á vefnum sem lýsing á starfinu. Hér er hægt að gera ýmsar stillingar á textanum, svo sem að stækka, minnka og feitletra, og setja í punkta eða númerað form. Einnig er hér hægt að setja inn myndir og tengla á aðrar vefsíður.
- Láttu bendilinn doka við yfir hnöppum í ritlinum til að sjá hvað viðkomandi hnappur gerir.
- Smelltu á Sjá útlit í vef til að forskoða lýsinguna með leturgerð og fleiru sem notað er á ráðningavefnum þínum.
- Við mælum með að einungis þeir sem kunna á HTML noti flipann Vinna með HTML kóða.
- Smelltu á Shift + Enter til þess að fá bil á milli lína í textanum.
- Ef flytja á textann úr öðru kerfi. td Word eða tölvupósti, er best að byrja á að afrita textann inn í Notepad skjal og þaðan inn í ritilinn, þar sem útlitsstillingar úr Word geta fylgt með textanum og það kemur ekki alltaf vel út á ráðningavefnum.
- Ef þú ert með ráðningavef bæði á ensku og íslensku smellir þú á English til að setja inn starfslýsingu á ensku.
Spurningar
Hér birtast þær spurningar sem afritaðar hafa verið úr atriðasafninu. Hér má sjá leiðbeiningar fyrir að vinna með þær: Spurningar á umsóknareyðublaði.
Umsjónaraðilar
Hér er hægt að skrá þá sem hafa umsjón með starfinu innan fyrirtækisins, þ.e. sá aðili, t.d. innan mannauðssviðs, sem sér um að fylgja því eftir að ráðningaferli sé fylgt, umsóknum svarað o.s.frv.
- Gott er að skrá alltaf umsjónaraðila þar sem það bætir sýn á verkborðinu.
- Notendur verða að hafa aðgang að H3 ráðningum til að geta verið skráðir umsjónaraðilar.
Birting
Hér er hægt að halda utan um hvenær og hvar auglýsing um starfið hefur birst, til dæmis í Fréttablaðinu eða á Morgunblaðinu. Umsýsla með birtingaraðilum er í örinni undir Ráðningabeiðnir hnappinum.
Aðgangsheimildir umsókna
Á þessum flipa gefur þú stjórnendum eða öðrum notendum aðgang að umsóknum sem berast á þessa ráðningabeiðni. Til þess að stjórnandi birtist í vallistanum hér þarf að byrja á því að gefa honum aðgang að umsóknum á Stjórnun flipanum. Einnig er hægt að stilla aðgang stjórnandans þannig að hann sjái aðeins umsóknir í ákveðinni stöðu. Sjá meira hér: Aðgangur stjórnenda og annarra að umsóknum
Annað
Hér er hægt að skrá aðrar upplýsingar eða athugasemdir sem tengjast ráðningabeiðninni. Það sem er skráð hér birtist EKKI á ráðningavefnum.
Ráðningarbeiðnir - listi
Listinn Ráðningabeiðnir sýnir lista yfir störf sem hafa verið skráð. Algengt er að hér sé flokkað eftir stöðu ráðningabeiðna, en auðvitað má velta gögnunum, flokka og sía eftir ýmsum leiðum.
Sjá nánar um að vinna með lista: