H3 tímavídd

Vinsamlegast kynnið ykkur vel virkni og notkun á tímavídd áður en hún er virkjuð.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband við ráðgjafa á netfangið h3@advania.is

H3 Tímavídd

Tímavíddin í H3 gerir notendum kleift að dagsetja breytingar á grunnupplýsingum um starfsmenn, t.d. breytingar á stöðu starfs, starfsheiti eða deild. Tímavíddin gerir breytingasöguna í kerfinu mun aðgengilegri fyrir notendur en hún var áður og gerir þeim kleift að skrá breytingar fram í tímann, auk þess sem hún gerir samanburð gagna á milli tímabila auðveldari. 

Starfsmannamyndin (Laun > Starfsmenn og Stjórnun > Starfsmenn), þar sem haldið er utan um grunnupplýsingar hvers starfsmanns, hefur nú verið tengd við tímavíddina: 

Helstu kostir tímavíddar  

 

  • Tengir breytingar við ákveðnar dagsetningar 

  • Gerir kleift að skrá breytingar fram í tímann 

  • Gerir breytingasöguna aðgengilegri  

  • Gerir samanburð gagna auðveldari 

  • Bætir skýrslugjöf 

  • Tryggir rekjanleika 

Almennt um H3 tímavídd 

  • Hægt er að skrá breytingar í opinni tímavídd starfsmanns.

    • Ekki er hægt að skrá breytingarfærslu með dagsetningu sem er fyrir frumstillingu tímavíddar. 

    • Ekki er hægt að eyða út færslu sem er frumstilling tímavíddar.

    • Ef sett er inn breytingarfærsla með núverandi dagsetningu eða dagsetningu sem er liðin, þá skila þær breytingar sér bæði í starfsmannamyndina fyrir ofan tímavíddina og í borðann efst (e. header), þar sem við á. 

  • Hægt er að skrá breytingar fram í tímann. 

    • Ef sett er dagsetning fram í tímann þá kemur breytingin inn í starfsmannamyndina og borðann efst þegar sá dagur er kominn. 

Þegar tímavídd hefur verið virkjuð þá er EKKI hægt að bakka þeirri aðgerð.