Teningavinnslur
Hægt er að láta H3 OLAP teninga uppfærast sjálfkrafa í reglulegum vinnslum einu sinni á sólarhring.
Notandi með kerfisvinnsluaðgang (hlutverkið Kerfvh3+ - Kerfisvinnsla H3+) getur einnig sett teningavinnslurnar handvirkt af stað. Helstu ástæður þess að notandi gæti þurft að setja teningavinnslurnar handvirkt af stað í sínu fyrirtæki eru tvær:
Gerðar hafa verið breytingar á gögnum fyrirtækisins í H3 sem notandinn vill láta skila sér strax í teningaskýrslurnar.
Notandinn fær villumeldingar við að opna tengda teningaskýrslu sem áður hefur verið í lagi.
Teningavinnslurnar eru settar af stað í tveimur skrefum:
Opna Kerfisumsjón > OLAP fyrirtækjateningar > Uppfæra hlutverk og aðgangsstýringar. Þessi vinnsla tekur mjög stuttan tíma og hægt er að fara strax í skref nr. 2.
Opna Kerfisumsjón > OLAP fyrirtækjateningar > Uppfæra handvirkt. Þessi vinnsla tekur lengri tíma en sú fyrri (getur tekið 10-60 mín. í allt, fer m.a. eftir fjölda fyrirtækja í gagnagrunni og gagnamagni).
Hægt er að skoða stöðu vinnslunnar með því að smella beint á valmyndina Vinnslur. Best er að sía á “BIAnalytics” og sía svo á dagsetninguna í dag í dálkinum Hefst (hér 5. apríl 2024):
Tvísmella svo á Deployment færsluna og þá má sjá hvar vinnslan er stödd hverju sinni.
Þau fyrirtæki sem eru með uppsett gagnavörhús geta gert allt ofangreint í gegnum Vinnslur - OLAP Samstæðuteningur - sjá nánar hér Stillingar eftir að gagnavöruhús er uppsett.