Reglureiknir: Búa til Reglu
Reglur eru settar á starfsmann til að hægt sé að reikna út meðhöndlun tímastimplunar hans s.s. hvenær hann vinnur í dagvinnu eða yfirvinnu, hver vinnuskylda hans sé, hvort hann fái greidd neysluhlé ofl.
Búa til reglu:
Smelltu á Reglur>Búa til Reglu:
í reitnum Forsnið er hægt að búa til nýja reglu frá grunni eða afrita reglu sem er til er.
Fylltu út lýsandi heiti í Titil reglu: athugaðu að þegar regla er sett á starfsmann í Bakverði munu reglur sem valið er úr raðast í röð eftir því hvað stendur í þessum reit: fyrst eftir númerum og síðan stafrófi
Skýringar á reglueiningum:
Vinnutími: segir til um hvenær starfsmaður hefur vinnuskyldu:
Bónus: Segir til um hvort starfsmaður fái viðbætur á taxta að uppfylltum skilyrðum. Hægt er að velja:
Tegund:: ef unnir: ef starfsmaður vinnur t.d. amk 4 klst um helgar
Tegund:: ef á bili: ef starfsmaður er td. innstimplaður á öllu bilinu kl 23:00-23:59 á Sunnudegi
Tegund:: í bili: ef starfsmaður er td. innstimplaður einhvern tíma á völdum degi og tímabili
Rúnnun: Segir til um hvort mæting fyrir eða eftir ákveðinn tíma eigi að dragast frá útreiknuðum vinnutíma þann dag:
Hámark: Segir til um hámarksfjölda stunda á taxta sem reiknast innan hvers dags. Hægt er að láta hámarkslínurnar vinna saman - sbr mynd.
ATHUGIÐ:
Hámark er sambærilegt við yfirfærslu í reiknireglum Bakvarðar.
Hámark gildir eingöngu innan dags í reglureikninum.
Hægt er að nota Yfirfærslureglu sem sett er á starfsmann í Bakverði til að setja á hámark/yfirfærslu á taxta s.s. yfir heilt launatímabil.
Ógreidd neysluhlé: Segir til um hvort draga eigi tíma af innstimpluðum tíma starfsmanns vegna ógreiddra neysluhléa:
ATHUGIÐ: Þegar regla er búin til í fyrsta sinn í Reglureikni getur tekið nokkrar mínútur áður en hægt er að setja hana á starfsmann í Bakverði. Breytingar á reglu í Reglureikni munu hins vegar strax birtast eftir að starfsmaður hefur verið endurreiknaður í Bakverði.