Skilagreinar

Úttak / Skilagreinar

Úr þessum glugga eru allar skilagreinar sendar  þ.e. staðgreiðsla, tryggingargjald, lífeyrissjóðir, stéttarfélög og gjaldheimtur.  Sjálfgefið koma upp í gluggann allir skuldareigendur sem ekki hefur verið skilað til á tilgreindum tímabilum.  Hægt er að skoða einstök tímabil eða öll í einu, valið undir "Skilatímabil".  Einnig er hægt að velja að skoða allar færslur á ákveðnu tímabili og sjá hvenær þeim var skilað og hvernig, valið undir "Sjá færslur".


Ef þú sérð ekki mánuðinn sem á að senda í flettiglugganum þarftu að fara í Laun / Mánuðir og loka mánuðinum handvirkt, breyta úr "Opið" í "Lokað"

  • Ef smellt er á skuldareiganda opnast skjámyndin fyrir viðkomandi.  Ef smellt er á upphæð má sjá sundurliðun niður á launamann.
  • Við mælum eindregið með því að upphæðir séu bornar saman við gjaldkeralistann eða fyrirtækjalistann til þess að tryggja að rétt tímabil séu send.


Endurhlaða síðu: Sækir nýjar upplýsingar ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar á skuldareigendum eða veflyklum eftir að glugginn var opnaður.
 

Fyrri skil:  Sýnir allar skilagreinar sem hafa verið sendar úr kerfinu eða prentaðar út og hvenær það var gert.

Prenta:  
Prentar mynd af skilagreinaglugganum.

  • Þú getur raðað öllum dálkum sem hafa ör upp og ör niður
  • Ef þú hakar í "Senda" merkjast allar færslur í glugganum fyrir tímabilið, það gerir þú einungis ef allar skilagreinar eiga að fara í einu, annars eru einungis merkt það sem við á
  • Ef glugginn opnast tómur þá eru engar ósendar skilagreinar á lokuðum mánuðum.
  • Til þess að senda er smellt á hnappinn "Framkvæma".
  • Þegar búið er að framkvæma tæmist þessi gluggi ef allar sendingar hafa tekist, ef ekki þá kemur athugasemd í dálkinn "Niðurstaða sendingar".  
  • Til þess að sjá hvað hefur farið er valið "Allar færslur tímabils" í glugganum "Sjá færslur".  Frágengnar færslur eru grænlitaðar, en þær sem fóru á villu eru rauðlitaðar.