1.1 Stofn - Svið/Deildir/Verk/Verkþættir
Áður en farið er í að stofna svið, deildir, verk eða verkþætti er ágætt að horfa vel á skipurit fyrirtækisins og yfirmenn til þess að átta sig á hvernig best er að setja þetta upp. Það þarf að horfa sérstaklega til stjórnenda upp á hverjir fá ábyrgð, hverjir hafa aðgang að starfsmönnum og hverjir eru sýnilegir í skipuriti í mannauðskerfi ef við á.
Ef skipurit í fyrirtæki eru flókin getur verið gott að fá álit mannauðsráðgjafa áður en farið er í að stofna þessa liði.
Hér sést uppbygging skipurits í H3:
Mikilvægt er að vanda til verks þegar þessir þættir eru stofnaðir og átta sig á heildarmyndinni.
STOFN | SKÝRINGAR | KEMUR UPPSETT MEÐ KERFI |
Svið | Svið er efsta lagið í skipuritinu og er hægt að vera með undirsvið. Ekki er nauðsynlegt að stofna svið ef fyrirtæki vilja bara notast við deildaskiptingu. |
|
Deildir | Undir sviðin er svo hægt að stofna deildir og hægt að vera með undirdeildir. Ef fyrirtæki er ekki með uppsetningu fyrir svið þá er ekkert sett í þann reit. Ef fyrirtæki er ekki deildaskipt verður samt að vera skráð a.m.k. ein deild og kemur kerfið uppsett með einni deild sem er þá hægt að nota (hægt að breyta nafni) eða eyða út og búa til nýjar deildir | 0010 Deildin mín |
Verk | Ef skráð er á verk er hægt að skrá verkin inn hér. | OSG - Óskilgreint |
Verkþættir | Ef skráð er á verkþætti er hægt að skrá verkþættina inn hér. | OSG - Óskilgreint |
Tegund yfirmanna | Hér er hægt að búa til tegundir yfirmanna sem er svo hægt að setja inn á allar einingarnar hér fyrir ofan. Kerfið kemur uppsett með 4 tegundum yfirmanna sem er þá hægt að nota og bæta svo við eftir þörfum eða eyða út og búa til nýjar tegundir | S01 Forstjóri S02 Framkvæmdarstjóri S03 Sviðsstjóri S04 Deildarstjóri |
Til að stofna svið, sjá upplýsingar hér
Ef fyrirtækið er ekki að nota svið er farið í að stofna deildir, sjá upplýsingar hér
Ef fyrirtækið er að nota verk er farið í að stofna þau hér
Ef fyrirtækið er að nota verkþætti er farið í að stofna þá hér