Stofna Windows Credentials aðgang

Windows Credentials er notað til að auðkenna notandann sem er að vinna á tölvu þannig að teningaskýrslur viti hvaða notandi er að opna skýrslu.

Áður en teningaskýrsla er tengd þarf að stofna Windows Credentials á vél hvers teninganotanda. Þetta þarf eingöngu að gera einu sinni.

 Stofna Windows Credentials

  • Vertu á tölvu þinni

  • Sláðu inn Credential Manager í leitarglugga neðst til vinstri á skjá:

  • Í glugganum Manage your Credentials smelltu á Add a Windows Credential:  

 

 

Í glugganum sem opnast:

  • Settu Olap.hcm.is  í reitinn Internet or network address

  • Settu notendanafn þitt í H3 hýsinguna / Stýrikerfisauðkennið sem byrjar á hcm\ í reitinn User name

  • Settu lykilorð þitt í H3 hýsinguna í reitinn Password

  • Smelltu á OK 

ATHUGIÐ:

  • Ef þú slærð inn rangt lykilorð eða notanda koma engar upplýsingar um það

  • Ef notandi fær nýja tölvu þarf að stofna aftur Windows Credentials aðgang á þeirri vél