Stofna Windows Credentials aðgang
Windows Credentials er notað til að auðkenna notandann þannig að teningaskýrslur viti hvaða notandi er að opna skýrslu.
Áður en teningaskýrsla er tengd þarf að stofna Windows Credentials á vél hvers teninganotanda. Þetta þarf eingöngu að gera einu sinni.
Stofna Windows Credentials
Vertu á tölvunni þinni (ekki inni í HCM hýsingunni)
Sláðu inn Credential Manager í leitarglugga neðst til vinstri á skjá:
Í glugganum Manage your credentials smelltu á Add a Windows credential:
Í glugganum sem opnast:
Settu slóð í reitinn Internet or network address:
Fyrirtæki/ stofnanir með H3 á Server 01: olap.hcm.is
Fyrirtæki/ stofnanir með H3 á Server 02: [heiti fyrirtækis].hcm.is (sbr. h3pay.hcm.is á myndinni hér fyrir neðan)
ATH: Ráðgjafar mannauðslausna Advania geta gefið upplýsingar um það hvort H3 kerfi viðkomandi fyrirtækis/stofnunar er vistað á Server 01 eða 02)
Settu notendanafnið þitt inn í HCM hýsinguna (stýrikerfisauðkennið sem byrjar á hcm\) í reitinn User name
Settu lykilorðið þitt inn í HCM hýsinguna í reitinn Password
Smelltu á OK
Ef H3 er á Server 01:
Ef H3 er á Server 02:
ATHUGIÐ:
Ef þú slærð inn rangt lykilorð eða notanda koma engar upplýsingar um það
Ef notandi fær nýja tölvu þarf að stofna aftur Windows Credentials aðgang á þeirri vél