Reglureiknir: Búa til Taxta
Taxtar eru notaðir til að halda um hvernig tímastimplanir starfsmanna skiptast á milli taxta s.s. hversu mikið reiknast í dagvinnu, yfirvinnu og á álagstaxta. Í Reglureikni er hægt að nota sama taxtann í mörgum reiknireglum og þannig breyta á einum stað taxtaútreikningi í mörgum reglum s.s. ef um er að ræða breytingar á kjarasamningum.
Búa til taxta:
Veldu Taxtar>Búa til Taxta
í reitnum Forsnið getur þú valið að búa til nýjan taxta frá grunni eða að afrita frá öðrum taxta
Skráðu Titil og Stutta lýsingu og smelltu á Halda áfram. Þá opnast svæði þar sem þú bætir inn Taxtaeiningum. Taxtarnir sem hægt er að velja úr eru taxtarnir sem fyrirtæki hefur í Bakverði.
Fyrir hverja Taxtaeiningu velur þú Taxta, klukkan hvað hann gildir, á hvaða dögum og á hvers konar dögum (dagatýpa.
Til að búa til nýja taxtaeiningu smellir þú á Bæta við einingu.
Þegar allar taxtaeiningar eru komnar smellir þú á Vista breytingar
Til að eyða taxtaeiningu smellir þú á þrípunktana '…'
ATHUGIÐ: ef tvær taxtaeiningar skarast þannig að báðar gilda á sama tíma og sömu dögum þá reiknast báðir taxtarnir á starfsmann