Vaktahvati - stytting vaktavinnu
H3 uppsetningar vegna Vaktahvata
Þann 1. maí 2021 verða gerðar breytingar gerðar á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi starfsmanna í vaktavinnu hjá ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélögum, sem hafa þann tilgang að bæta starfsumhverfi starfsfólks m.t.t. betra skipulags vinnutíma.
Markmið nýs fyrirkomulag vaktavinnu, sem fengið hefur heitið Vaktahvati er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Breytingunum er einnig ætlað að auka stöðugleika í mönnun, draga úr yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning. Nánari upplýsingar um Vaktahvata:
Helstu breytingar
Vinnuvikan styttist að lágmarki úr 40 í 36 virkar vinnustundir. Viðbótarstytting í allt að 32 virkar vinnustundir er möguleg og grundvallast á mismunandi vægi vinnustunda.
Vaktaálagsflokkum fjölgar og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta.
VAKTAHVATI
Greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnutímaskyldu.
Til að starfsfólk fái vaktahvata þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á hverju launatímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) þurfa að vera að lágmarki 42 vinnuskyldustundir.
Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir (33,33% álag), næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og helgarvaktir (55% og 75% álag). Uppfylla þarf a.m.k. tvær tegundir vakta.
Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta skal vera að lágmarki 15 vinnuskyldustundir.
Starfsmaður þarf að mæta a.m.k. 14 sinnum eða oftar til starfa.