Kjarasamningsbreytingar á vinnuskyldu
Þegar kjarasamningar innihalda breytingar á vinnuskyldu starfsmanna eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.
Uppfæra þarf eftirfarandi atriði á starfsmönnum í tímavídd
Vinnuskyldu starfsmanna
Deilitölu orlofs starfsmanna
Hér eru leiðbeiningar um hvernig unnið er í tímavídd með marga starfsmenn.
Launatöflur þarf einnig að uppfæra með viðeigandi gildisdagsetningu. Best er að nota aðgerðina Breyta launatöflu og hækka hana um 0%, með réttum gildistíma.
Uppfæra hlutföll í launatöflu á dagvinnu launaliðnum í takt við breytta vinnuskyldu, ásamt öðrum launaliðum sem eru reiknaðir út frá dagvinnu, til að mynda vaktaálag.
Uppfæra deilitölu orlofs í orlofshækkunar flipa í launatöflu.
Taka þarf afstöðu til hvort uppreikna eigi stöðu orlofs í H3 í takt við breytta vinnuskyldu.
Þá þarf að taka stöðu orlofs, reikna hver hún ætti að vera og lesa inn mismuninn í sér útborgun til leiðréttingar réttinda. Innlestur þarf að færa fyrst í bunka því haka þarf í “safnfærslur leiðrétt” á þeim línum sem tilheyra lækkun ávinnslu. Mínusfærslur á orlofstíma launalið lækka stöðu réttar, svo ekki þarf að meðhöndla þær í bunka sérstaklega, ólíkt lækkun ávinnslu.
Ef upphafsgildin í Stofn - Stillir - HLaun - upphafsgildi eru notuð, þá er gott að uppfæra deilitölu orlofs þar einnig.