Spurt og svarað

Hérna höfum við tekið saman nokkur atriði sem oft er spurt um.  Ef þú vilt bæta við, vinsamlega sendu okkur línu á h3@advania.is. 

Bókhald

1. Færslubókin stemmir ekki, vantar færslur frá einum starfsmanni sem ég var að stofna.

  • Starfsmaðurinn hefur verið settur á deild sem enginn annar er á og í deildina vantar bókhaldslykilinn.
  • Starfsmaðurinn hefur verið settur á starfsheiti sem enginn annar er með og í starfsheitið vantar bókhaldslykilinn.  - Á ekki við nema bókhaldslyklar séu á öðrum starfsheitum.
  • Hugsanlega er verið að sækja lykilinn í starfsmanninn og þá vantar hann inn á þennan aðila, skoðaðu hvort það er bókhaldslykill á öðrum starfsmönnum.

2. Færslubókin stemmir ekki á fjölmörgum lyklum.

  • Hefur nýr launliður verið stofnaður síðan síðast og gleymst að setja á hann bókhaldslykil?
  • Hefur ný deild verið stofnuð síðan síðast og gleymst að setja á hana bókhaldslykil?

3. Þegar ég ætla að skrifa bókhaldsskrá þarf ég alltaf að breyta slóðinni að skránni, er ekki hægt að stilla það?.

  • Ferð í Stofn/Stillir/Staðsetningar.  Ef þú vilt hafa útborgunarnúmerið í nafni skráarinnar er það $utborgun.txt þú.  Ef slóðin er t.d. svona L:\bokhald\bokh$utborgun.txt og þú skrifar út bókhaldsskrá fyrir útborgun nr. 2010007 fer skráin á L drifið í möppu sem heitir bokhald og skráin heitir bokh2010007.txt .  Athugaðu að þú þarft að hafa skrifréttindi í þá möppu sem skráin á að skrifast í.

4. Get ekki skrifað bókhaldsskrá, villa "Path not found".

  • Slóðin er röng.
  • Mappan sem verið er að reyna að skrifa í er ekki til, hugsanlega ranglega stafsett.
  • Þú hefur ekki skrifheimildir í möppuna.
  • Þú ert að vinna launin í hýsingu "Remote desktop" og ert að reyna að skrifa í möppu á þinni vél.  Þá þarf vísunin að vera \\tsclient\ á undan slóðinni.

5. Villa "input value not long enough for date format", þegar ég reyni að taka út skrá.

  • Þarna er sennilega "null" færsla í skráningu sem er ekki með á sér mánuð, þessari færslu verður að eyða út og því miður þá verður að fara í grunninn til þess.  Til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þarf að yfirfara fasta liði, einnig á þeim aðilum sem eru hættir.  Null þýðir tómt, einingar ættu alltaf að vera 0 ef ekki á að tilgreina einingafjöldann.

Gjaldheimtugjöld

1.  Hvernig er eldri gjöldum eytt út.

  • Farið er í Stofn/Launamenn/Gjöld.  Þar í Aðgerðir/Hreinsa gjöld og valin inn skilyrði.  Sjálfgefið koma skilyrðin á allar færslur þeirra launamanna sem eru hættir og óvirkir.  Þessu er hægt að breyta, taka eina gjaldheimtu eða fleiri á alla launamenn eða þrengja það niður.

2.  Hvar fæ ég innlestrarskrá fyrir "Gjöld utan staðgreiðslu" og hvernig les ég inn?

  • Það er Fjársýsla ríkisins sem sér um þetta, síminn er 5457500. 
  • Við vistum skrána á drif hjá okkur og förum í Laun/Innlestur/Gjöld,  skráum skuldareiganda og skilgreinum hvar skráin er staðsett og smellum á "Lesa skrá".  Nafnið á skránni er SKRA...(kennitala fyrirtækisins)

3.  Hvernig skrái ég inn gjaldheimtugjöld þegar greiðslumánuðir eru ekki samfelldir.

  • Tökum sem dæmi að heildarkrafa frá gjaldheimtunni sé 85.000,-  1. ágúst á að draga af 20.000, 1. sept 20.000,- 1. okt á ekki að draga neitt af 1. nóv.á að draga af 25.000 og 1. des. 20.000.  Athugið að þegar sett er inn krafa er mikilvægt að skrifa ekki ofan í eldri færslu heldur búa til nýja, það er vegna þess að dálkurinn "Greiðsluteljari" verður að vera með 0 í upphafi.


  • Hérna að ofan er búið að taka fyrstu 2 gjalddagana og setja í heild/föst samtöluna á þessum gjalddögum, síðan er sett inn ný færsla fyrir seinni gjalddagana og sett inn dagsetning hvenær greiðslan á að koma inn.

4.  Ég get ekki skrifað gjaldheimtugjöldin út í bankaskrá.

  • Í Stofn / Gjaldheimtur þarf að skilgreina hvaða gjaldheimtur eiga að fara í skrána.  Það er vegna þess að t.d. staðgreiðslan fer aldrei í bankaskrá.  Greiðslumáti þarf að vera "Textaskrá SI080", athugið líka að bankaupplýsingarnar séu inni.

Greiðslur

1. Gjaldkeralistinn prentast ekki út

  1. Sennilega vantar bankareikning á launagreiðanda í  Stofn/Launagreiðandi/Bankareikningar. 

Kjararannsókn

1.  Skýrslan sem kjararannsókn fær er hærri en samtalsblaðið

  • Launaliður 9410 Orlof í banka merkt í „Kjarar.upphæð“  þetta er frádráttarliður sem á ekki að merkjast.
  • Launaliður 9600 - Reiknuð hlunnindi merkt í „Kjarar.upphæð“  þetta er frádráttarliður sem á ekki að merkjast.
  • Starfsmenn með fleiri en einn „Aðallífeyrissjóð"

2.  Skýrslan sem kjararannsókn fær er lægri en samtalsblaðið

  • Einhver launaliður sem er "Laun" eða launatengd gjöld, ekki merktur í "Kjarar.upphæð"
  • Vantar starfaflokkun á einhvern starfsmann.
  • Vantar ISAT2008 kóða á einhverja deild.

Launamaður

1. Hvað er "Yfirdráttur"

  • Yfirdráttur er settur á launamann ef heimilt er að bóka á hann hærri frádrátt en launin hans segja til um. Dæmi:  Útborguð laun eru 120.000- skráð eru fyrirframgreidd laun upp á 500.000,- Þegar launin eru uppfærð myndast færsla á launalið 9800 í skráningu upp á 380.000,- og önnur færsla með sömu upphæð í Gjöld á þá gjaldheimtu sem hefur á sér launalið 9810.  Í næstu útborgun sem þessi launamaður fær laun dregst sjálfkrafa af gjöldunum og viðkomandi fær ekkert útborgað fyrr en gjöldin eru að fullu greidd.  Alltaf myndast ný færsla í gjöldum og ekki þarf því að muna eftir að draga frá launum.

Launaseðillinn

1. Hvernig bæti ég launalið í "Samtals frá áramótum"

  • Úttak/Launaseðlar/Uppsetning launaseðla -þar er tvísmellt á "Fyrirsögn samtölu" og bætt við undir "Launaliðir" í neðri hluta myndarinnar.

2. "Samtals frá áramótum" er ekki rétt samt eru allir launaliðir þar inni.

  • Væntanlega er þá "Upphaf samtölutímabils" á þessum reit ekki réttur.  Athugaðu að oftast er notað "Áramót", aðrir möguleikar þarna snúa flestir að orlofinu.

3. Get ég sett inn útborgunardagsetningu á launaseðilinn.

  • Já, ferð í Stofn/Stillir/HLaun-Launaseðill, þar setur þú "Já" í "Sýna útborgunardags".  
    Skoðaðu aðra stillimöguleika þarna inni.

4. Get ég sett skilaboð á launaseðilinn?

  1. Já, við höfum 4 leiðir til þess:
    1. Í stofn/ Launagreiðandi er hægt að setja inn 300 stafa texta sem kemur á alla launaseðla, þessi texti er settur inn með því að smella á Crtl+M í einhverjum reit og textinn kemur á seðlana fyrir ofan rammann "Samtals frá áramótum".  Þetta þarf að virkja í Kerfisumsjón/Stofn/Stillir/ HLaun - Launaseðill  "Sýna lgr.minnistexta"þar er val um já eða nei.
    2. Í Stofn/Stillir HLaun - Launaseðill er "Skýringartexti" þetta er 90 stafa svæði sem kemur á launaseðilinn fyrir neðan samtals frá áramótum.
    3. Í Starfsmenn er reitur sem hefur fyrirsögnina "Ath. á launaseðli"  Þessi reitur getur tekið við 45 stafa texta og kemur fyrir neðan starfsaldur.
    4. Í prentglugganum fyrir launaseðlana er reiturinn "Athugasemd" þar má skrifa inn 80 stafi, þessi texti kemur á alla launaseðla í þessari útprentun og birtist fyrir neðan Nafn og heimilisfang.

Launatöflur

1. Hvernig hækka ég launatöflu.

  • Þú ferð í Launatöflur, velur viðkomandi töflu, ferð í "Aðgerðir" / Breyta launatöflu og setur inn skilyrðin.  Athugaðu að lesa það sem stendur í ferlinum sem opnast.

2. Er hægt að lækka launatöflu.

  • Það er hægt á sama hátt og í svarinu hér að ofan við að hækka launatöflu.

3. Það eru bara 3 þrep í einni launatöflu hjá mér, hvernig á að bæta við þrepi.

  • Það eru nokkrar leiðir til að gera þetta:
  • Þú heldur Shift takkanum niðri og ýtir á "Insert", þá færðu upp glugga þar sem þú getur slegið inn númerið á þrepinu.
  • Þú getur hægri smellt með músinni og valið "Bæta við launaþrepi"
  • Þú getur staðsett þig í síðasta þrepið í töflunni og ýtt á ör til hægri þá kemur næsta þrep sjálfkrafa inn.

4. Hvað er orlofsstuðull í launatöflu.

  • Þetta er margföldunarstuðull sem er notaður ef á að breyta yfirvinnutímum eða öðrum launum yfir í dagvinnutíma. Dæmi: Ef yfirvinnutímarnir eru 10, orlofsprósentan í manninum er 10,17% og orlofsstuðullinn er 1,8 þá reiknast þetta svona: 10*0,1017*1,8 = 1,8306

5. Hvað á dagvinnuhlutfallið í töflunum að vera.

  • Oftast er dagvinnuhlutfallið reiknað svona: 100/160 = 0,625, 100/173,33 =0,5769, eða hvað annað sem er vinnuskylda í 100% starfi í viðkomandi töflu.  Ef eitthvað annað er í gildi er það tekið fram í kjarasamningi. 

Leiðréttingar

1. Hvernig leiðrétti ég laun.

  • Þú getur notað ferilinn undir Laun/Afturvirkar launaleiðréttingar til að aðstoða þig við leiðréttinguna.  Afturvirkar launaleiðréttingar.
  • Ef þú þarft að leiðrétta ofgreidda tíma úr annarri útborgun skráir þú leiðréttinguna á viðkomandi launalið í mínus og setur inn rétta dagsetningu á færsluna, mánuðurinn sem fer á færsluna þarf að vera til á útborguninni sem þú ert að skrá í.
  • Ef þú þarft að leiðrétta launatengd gjöld s.s. stéttarfélag eða lífeyrissjóð, skráir þú á viðkomandi launalið í plús ef þú vilt hækka greiðsluna en skráir í mínus ef þú vilt lækka hana.   Það getur verið mjög þægilegt að færa dálkinn "Skuldareigandi" fyrir aftan dálkinn "Samtals" á meðan verið er að leiðrétta, því það þarf að setja inn númerið.

Orlof

1. Starfsmaður er með mínus tíma á deildinni sinni en svo eru til plús færslur á öðrum deildum, af hverju er það?

  • Starfsmaðurinn hefur fengið laun á öðrum deildum.  Þegar orlof er úttekið þá eru það alltaf tímarnir á deildinni hans sem niðurfærast nema deildinni sé breytt í skrá tíma og laun á orlofslaunaliðnum.
  • Ef starfsmaður flyst á milli deilda og orlofstímarnir eiga að fylgja með þá er hægt að keyra vinnslu til að flytja tímana.  Laun/Vinnslur/Flytja réttindi á heimadeild.  Ef þessi vinnsla er keyrð er verið að flytja allan kostnað af einni deild yfir á aðra.  Það þarf að skoða í hverju fyrirtæki fyrir sig hvort þetta sé heimilt.

2. Það hafa ekki safnast upp neinir orlofstímar á einn starfsmann, hvernig á að laga það?

  • Þú þarft að handreikna tímana og skrá þá síðan á launalið 9320 í næstu útborgun.

3. Ég sé ekki orlofið í ferlinum í skrá tíma og laun.

  • Sennilega vantar launaliðinn í réttindaáramótin.   Ferð í Launatöflur – 0 tafla valin – Þar er valið Réttindaáramót. Þar setur þú inn rétta launaliði orlofs og réttan mánuð i Áramót.


  • Stofn / Launaliðir, skoða 9320

Skattur barna yngri en 16 ára

Allir launamenn sem fá laun í kerfinu þurfa að eiga skattkort til að persónuaflsáttur nýtist. 

  • Ef launamaðurinn er barn sem er yngri en 16. ára (á árinu) er skattkort frá RSK ekki til staðar.

  • Í launkerfinu er skattkortið stofnað og það lítur svona út miðað við það að barnið hafi ekki haft tekjur annars staðar á árinu.  Upphæðin 10.800,- er útreiknuð 6% af frítekjumarki barna uppgefnu á vef ríkisskattstjóra, athugið að þessi upphæð er breytileg frá ári til árs, í þessu dæmi hér að neðan er frítekjumarkið 180.000.

Skrá tíma og laun - Reikningur

1.  Það reiknast ekki lífeyrissjóður á starfsmann sem ég var að stofna þó að ég hafi sett á hann lífeyrissjóð

  • Aldur starfsmannsins gæti verið undir lágmarksaldri sem skráður er á sjóðinn eða yfir hámarksaldri.
  • Hugsanlega er hann ekki að fá laun á launalið með reiknistofninn SLIF.
  • Reglan á færslunni á starfsmanninum er hugsanlega röng, á í flestum tilfellum að vera L6.

2.  Það gleymdist að setja lífeyrissjóð á starfsmann í síðustu útborgun, hvernig er það leiðrétt.

  • Við skráum leiðréttinguna í "Skrá tíma og laun"  setjum á launalið 9000,9010,9020,9030 eftir atvikum, skráum inn 1. í einingu og upphæðina sem þarf að handreikna setjum við í einingaverð, að lokum þurfum við að setja skuldareiganda á færsluna.  Athugið að nota uppflettitöfluna á bak við reitinn til þess að tryggja það að réttur skuldareigandi sé valinn.

3.  Það reiknast ekki full ávinnsla á desemberuppbót hjá þeim sem hafa verið veikir.

  • Þá vantar reiknistofninn RDESUPP á þann launalið sem skráð er á í veikindum, athugið að bæta líka við reiknistofninum RORLUPP fyrir orlofsuppbótina.

4.  Þegar ég skrái laun á starfsmann fæ ég villuna "Invalid variant type"

  • Líklega vantar inn í hlutföll í launatöflu viðkomandi, launaliðurinn er inni en %Hlutfall er tómt.

5. Er að reyna að skrá laun og fæ "Óþekkt villa"

  • Það vantar eitthvað gildi inn á starfsmanninn sem þú ert að reyna að skrá laun á , oftast er það deildin eða verkþátturinn sem hefur gleymst að skrá.

Skilagreinar

1. Þegar ég opna Úttak/Skilagreinar er glugginn tómur

  1. Það er ekkert ósent á lokaða mánuði.  Ef til vill áttu eftir að loka mánuðinum sem þú ætlar að senda fyrir.  Þú gerir það í Laun/Mánuðir.

2.  Ég get ekki sent staðgreiðslu  "Keyrsluvilla í kóða(script)...: numeric or value error....error during execution of  trigger.

  • Það vantar starfshlutfall á starfsmann einn eða fleiri.  Best er að fara í Starfsmenn/Listi og raða þar á Ráðningarhlutfall.  Þessi reitur má ekki vera tómur.  Ef ráðningarhlutfallið er ekkert á að vera 0 þarna.

3. Ég get ekki sent skilagreinar  "Object required"

  • Þarna er væntanlega verið að reyna að senda almennan sjóð sem séreign eða séreignarsjóð sem almennan.  Dæmi: Séreignardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins er nr. 135 og almenna deildin er númer 137,(einkennisnúmer í H3) þegar skilagreinin kemur rétt þá verður númerið í XML skeytinu X135 og L137, hins vegar tekst ekki að senda ef númerið verður L135 eða X137

4. Get ekki sent lífeyrissjóð rafrænt, sjóðurinn segir að þeir taki á móti en ekki er val um það í H3.

  • Stofn/Lífeyrissjóði, finna sjóðinn og skoða "Einkennisnúmer" ef ekki er texti fyrir aftar númerið sem er skráð er númerið rangt.  Ekki má hafa bókstaf þarna inni. Ef þú veist ekki númerið getur þú séð það á vef RSK
    https://www.rsk.is/atvinnurekstur/framtal-og-alagning/lifeyrissjodir

    Þ
    egar þú ert búin að setja inn rétt númer kemur sjálfkrafa hak í "Virk vefþjónusta" og þú velur í Skilaaðgerð "Rafrænt (XML)


  • Stofn/Veflyklar og setja kennitölu fyrirtækisins í notendanafn og lykilorð


Endurhæfingarsjóður

Endurhæfingarsjóður er settur inn í  Almenna lífeyrissjóði.  Launaliðurinn getur verið  hvaða númer sem er en hefur alltaf "Skilagreinategundina"  R.Endurhæfingarsjóður. 

Reglan á færslunni í lífeyrissjóðunum á að vera L2 = Af allri vinnu og stuðullinn á að vera 0,1.  Hvorki á að fylla út „Skilagrein til“ né „Greitt til“.
  

Gjaldið reiknast alltaf hlutfallslega á milli sjóða ef starfsmaður er í fleiri en einum almennum lífeyrissjóði, þannig getur hlutfall endurhæfingarsjóðs ekki reiknast af sama stofni ef föst tala er á lífeyrissjóði, endurhæfingarsjóður er alltaf hlutfall þeirra launaliða sem hafa á sér reiknistofninn SLIF.

 Starfsmannafélag

1.  Hvernig set ég mótframlag á starfsmannafélagið.

  • Þú stofnar launalið með launategund 71.

  


  • Stofnar stéttarfélag sem hefur heiti og kennitölu starfsmannafélagsins og setur launaliðina inn.

Athugaðu að í Stuðull/Föst tala er sett upphæð mótframlags og upphæð starfsmanns.

Númerin geta verið önnur.

Stofntöflur

1.  Ég finn ekki lífeyrissjóðinn minn í Stofn / Veflyklar.

  • Í þessum lista eru einungis þeir sjóðir sem hægt er að senda á XML formi.  Ef þinn sjóður er ekki í listanum eða tengdur öðrum sjóði í neðri part skjámyndarinnar "Skráning" þarftu að senda á annan hátt.  Meira um veflykla

2. Hvað þýðir "Fyrra tímabil í útborgun" í lífeyrissjóðum og stéttarfélögum.

  • Það þýðir að ef 2 mánuðir eru á útborgun fara gjöldin á fyrri mánuðinn í "Skilatímabil" óháð því hver dagsetningin og mánuðurinn á færslunni er.  Þetta er fyrst og fremst notað fyrir lífeyrissjóði starfsmanna ríkis og sveitarfélaga.

Villur í kerfinu

1.  Ég get ekki opnað launamann, fæ villuna "Gat ekki notað síu......"

  • Einhver starfsmaður er merktur með tvö störf sem aðalstörf.  Farðu í Laun/Vinnslur/Yfirfara gögn, hafðu ferilinn eins og hér að neðan og smelltu á framkvæma.  Í athugasemdadálkinn kemur kennitala ein eða fleiri sem þú þarft að laga.  Þú gætir þurft að taka af síuna "Í starfi" hafa hana tóma til þess að sjá þetta í starfsmannamyndinni.

2.  Ég get ekki opnað starfsmenn, fæ villuna "Gat ekki notað síu......"

  • Oftast er þarna um að ræða tvöfaldan gildistíma í launatöflu.  Skoðaðu þær töflur sem þú hefur verið að breyta síðan þú opnaðir starfsmanninn síðast og breyttu gildistímanum á annarri töflunni eða eyddu honum út með Ctrl+Del.

  • Gæti verið tvöföld færsla í öðrum töflum sem eru í uppfletti í starfsmannamyndinni. Starfsheiti, starfsstétt, deild, svið, verk, verkþáttur, vinnuaðsetur eða starfaflokkun.

3. Villa notandi ekki settur.

  • Þessi villa kemur ef ekki er farið út úr kerfinu þegar búið er að setja inn kerfisuppfærslur sem biðja um endurræsingu.  Lausnin er einfaldlega að allir notendur fari út úr kerfinu og inn í það aftur.

4. "Type mismatch" þegar ég ætla að staðfesta fasta liði.

  • Útborgunin er "Án fastra liða".

5.  Allt frosið - ekkert hægt að gera

  • Villugluggar detta stundum á bakvið, til að kalla þá fram á að ýta á Ctrl+Shift+Tab

Villur í uppfærslum

1.  Ekki hægt að importa töflu.....Villuboð(Cannot open file\....

  • Verið er að uppfæra kerfið af vefslóð, til þess að allir hlutir í þessari uppfærslu rati rétta leið þarf að keyra kerfið upp af möppuðum drifbókstaf.

2. Syntax error.

  • Þessi villa tengist Proxy, athugaðu í Kerfisumsjón- Stofn/ Stillir / Internet hvort verið er að nota Proxy og fáðu upplýsingar um það hjá þeim sem sér um tölvukerfið hvort hann sé rétt skilgreindur, mögulega hefur þetta breyst frá því þú tókst inn uppfærslu síðast.

3. Ekki hægt að opna útskrá...(slóð og nafn skráar)

  • Einhver skrá sem er verið að reyna að setja inn er í notkun.  Byrjaðu á því að slökkva á kerfinu og fá aðra notendur til þess að gera það líka, ef mögulega er hægt að bíða í 15 mínútur með að ræsa aftur skaltu gera það og reyna síðan uppfærsluna aftur.  Ef þú færð sömu villu aftur skaltu hafa samband við þjónustudeildina hjá okkur.

4. Ekki tókst að stofna view....(nafn á viewi)

  • Hafðu samband við þjónustudeildina, við þurfum að tengjast til að skoða hvað veldur.