Aðgerðagluggi í H3+

Þegar listi er opnaður birtist  mjór gluggi hægra megin við listann, smellt er á örina eða bláa textann til að birta eða fela undirvallista ef einhver er í boði í þeim lista sem er opinn. Hægt er að breikka og mjókka þennan glugga eftir þörfum með því að draga mörkin á listanum og aðgerðaglugganum til hliðar. 

  • Aðgerðir eru mismunandi eftir listum. Þær opna stundum verkferil í öðrum flipa mjóa gluggans þar sem frekari stillingar eru gerðar áður en aðgerðin er keyrð. Flakka má milli flipanna Aðgerðir og Verkferlar neðst í glugganum.
  • Uppsetning birtir allar þær stillingar sem má gera á uppsetningu listans, t.d. vista þá uppsetningu sem búið er að raða upp og opna uppsetningu sem þegar hefur verið vistuð. Sjá nánar síðar í þessum leiðbeiningum.
  • Viðhengi birtir skjöl, myndir og annað sem hengt hefur verið á valda skráningu í listanum. Hér er einnig hægt að hengja nýtt viðhengi á skráninguna. Athugið að viðhengið verður hengt á skráninguna sjálfa og er aðeins aðgengilegt þar. Sem dæmi: Ef skjal er hengt á menntunarskráningu þá er aðeins hægt að nálgast viðhengið þar í menntunarfærslunni sjálfri en ekki í skjalaskáp starfsmannsins í Mannauðsmyndinni.
  • Forsniðin skjöl sýnir þau forsnið sem hægt er að búa til með gögnum fyrir viðkomandi skráningu. Bæta má við fleiri forsniðum eftir þörfum. Hægt er að velja marga einstaklinga eða skráningar í listanum og búa til forsniðnu skjölin fyrir alla í einu. Við það opnast eitt skjal þar sem hver skráningin kemur á fætur annarri.