Útgáfa 8309 - Desember-uppfærsla

Ferli

Lýsing á virkni

Kerfishluti

Stillingar / leiðbeiningar

Ferli

Lýsing á virkni

Kerfishluti

Stillingar / leiðbeiningar

STRY0018769

Laun - Uppfæra útborgun

Athugasemdir eru nú skýrari þegar útborgunum er lokað, auk þess sem fleiri athugasemdum hefur verið bætt við til að auðvelda villuleit ef uppfærsla útborgunar stoppar.

Dæmi um athugasemdir sem birtast nú við uppfærslu útborgunar ef villa hefur komið upp:

hh:mm:ss Síðasta skipun keyrð var [heiti síðustu skipunar sem var keyrð]

Eins og áður segir eru þessar línur eingöngu birtar til að auðvelda villuleit ef uppfærsla útborgunar stoppar þannig að í venjulegum kringumstæðum þarf ekki að grípa til neinna aðgerða vegna þeirra.

Laun

 

STRY0023930

Verkferlar

Lagfæring á verkferlum og lýsing gerð skýrari. Verkferlar virka á eftirfarandi hátt:

Reiturinn Upphafsgildi (sysoptions: Wf-OnEmpChange):

0 í reitnum eða hann auður - verkferlar óvirkir

1 - Verkferlar virkjaðir ef starfsheiti breytt

2 - Verkferlar virkjaðir ef deild breytt

3 - Verkferlar virkjaðir ef starfsmaður fær stöðuna Hættur heiti breytt

Laun

Mannauður

 

STRY0024223

Laun - Skrá tíma og laun

Laun - Endurreikna

Athugasemdir hafa verið samræmdar þegar reiknað er, annars vegar í Skrá tíma og laun og hins vegar í Endurreikningi

Laun

 

STRY0024131

Laun - Skrá tíma og laun

Lagfæring á að ef starfsmaður er í tveimur störfum en í öðru starfinu er reiknistofninn SLIF ekki á þeim launalið sem settur er á starfsmanninn, þá birtist ekki lengur aðvörun vegna lífeyrissjóðs þegar það sama starf er reiknað

Laun

 

STRY0024136

Laun - Starfsmaður

Staða starfs, reiturinn Hætti uppfærist nú réttilega eftir því sem stöðu starfsmanns er breytt

Laun

 

STRY0024318

Laun - Starfsmaður

Reiturinn Síðast ráðinn uppfærist nú rétt miðað við þær breytingar sem gerðar eru í tímavíddinni

Laun

 

STRY0019701

Laun - Stofn - Skatthlutföll

Athugasemdir eru nú birtar ef skatthlutfall vantar fyrir viðkomandi mánuði útborgunar, hvort sem um er að ræða áramótaútborgun eða í endurreikningi vegna venjulegra útborgana

Laun

 

STRY0024611

Laun - Útborganir

Gerðar voru smávægilegar lagfæringar vegna reiknings þegar um er að ræða tegund útborgunar "Áramótaútborgun"

Laun

 

STRY0023580

Laun - Launaliðir

Í skjámyndinni "Launaliðir" er uppsetning samtalna ekki lengur svæði (sú breyting sem gefin var út í september) heldur tafla sem birtir alla þá launamiðareiti sem tengdir eru viðkomandi launalið. Þannig fæst betri yfirsýn yfir uppsetningu samtalna í hverjum launalið.

Einnig er búið að bæta við dálknum “Uppsetning samtalna” í listann yfir launaliði

Laun

 

STRY0024247

Áætlanir

Áætlanir - Áætlanamánuðum hefur nú verið bætt við út árið 2030

Laun

 

STRY0024221

Laun - Vinnslur - Yfirfara launalausa starfsmenn

Vinnslan Yfirfara launalausa starfsmenn birtir ekki nýja starfsmenn, það er að segja þá starfsmenn sem hafa hafið störf innan þess mánaðafjölda sem valinn er.

Dálkinum "Síðast ráðinn" hefur einnig verið bætt við til glöggvunar

Laun

ATH. Best er vinna í vinnslunni að Yfirfara launalausa starfsmenn áður en er opnuð ný útborgun

STRY0024091

Fræðsla - Skírteini (combo box) - Tegundir

Þegar reiturinn "Gildistími (mán)" var uppfærður gat komið upp villa þess efnis að tímamörk væru liðin. Komið hefur verið í veg fyrir að sú villa komi upp

Fræðsla