Útgáfa 7708 - Mars-uppfærsla
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar/leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun | Flýtilyklarnir Alt+5 og Alt+2 virka nú rétt með launasíunni í hægra horninu (Starfsmenn (Óvirkir/Hættir/Í leyfi)) | Laun |
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Búið er að laga flýtilykilinn Alt+X sem reiknar í Skrá tíma og laun | Laun |
| |
Laun - Vinnslur | Breyting á texta í Vinnslum, úr "Sækja gögn frá Advania" í "Sækja vísitölu/gengi" | Laun |
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Lagfæring á að nýjasta skattkort starfsmanns kemur upp þegar flýtilykillinn Alt+4 er notaður í Skrá tíma og laun | Laun |
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Lagfæring á villuboðum ef Tegund skatts vantar á starfsmann við reikning launa | Laun |
| |
Laun - Samþykktarferli | Samþykktarferill, málfarsvillur í póstsendingum lagaðar | Laun |
| |
Laun - Samþykktarferli | Dálkurinn einingarverð hefur verið fjarlægður tímabundið úr samþykktarferli vegna þess að hann sýndi ekki rétt einingarverð ef fleiri en ein skráning var á launaliðnum. Villan hafði ekki áhrif á neinar samtölur í ferlinum, einungis einingarverðið. | Laun |
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Lagfæring á að þegar launaliðir vorur skráðir á starfsmann t.d mánaðarlaun, mánaðarlaun í orlofi og mánaðarlaun í veikindum, þá fer samtals hlutfall mánaðarlauna ekki yfir 100% | Laun |
| |
Stjórnun - Mannauður | Aukinn hraði við að opna Réttindi starfsmanns | Stjórnun |
| |
Stjórnun - Mannauður | Nú er hægt að setja inn fleiri en eina mynd af starfsmanni og hægt að velja hvaða mynd birtist og aðrar óvirkjast | Stjórnun | Í Mannauði er smellt á mynd af starfsmanni og nýja myndin (sem hefur verið vistuð í möppu á vélinni) valin og smellt á Open. Myndin sem var valin er nú sjálfgefin sem starfsmannamynd. Í Aðgerðir-glugganum til hægri, undir flokknum Viðhengi - Mynd af launamanni, má finna þær myndir sem eru í kerfinu af viðkomandi starfsmanni og þar má velja hvaða mynd á að birta og verða þá aðrar myndir óvirkar (rauður punktur). Myndin er valin með því að smella á píluna til hægri og velja virkja skjal eða óvirkja skjal eftir því sem við á. | |
Rafrænar undirskriftir | Lagfæring á því hvernig Signet vinnur með gildistíma skjala (ef gildistími var 14.2 varð skjalið ógilt kl. 23.59 þann 13.2 en nú er gildistíminn til 23.59 þann 14.2) | Almennt |
|