Útgáfa 8308 - Nóvember-uppfærsla
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun - Starfsmaður | Nú er hægt að skrá dagsetningu í reitinn "Leyfislok" þegar starfsmaður hefur eingöngu frumstillingu tímavíddar og þegar fleiri færslur hafa verið skráðar er reiturinn uppfærður í takt við breytingar í tímavídd | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður | Ef starfsmaður var í tveimur störfum og skráður "Hættur" í starfi tvö, gat komið villa þess efnis að starfsmaður væri hættur þegar verið var að vinna með starf eitt | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður | Þegar verið er að skrá starfsmann hættan á miðju launatímabili í tímavídd, kemur einungis launafærsla til þess dags sem viðkomandi hættir | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður | Nú er hægt að skrá færslur á marga starfsmenn í einu í tímavídd | Laun | Nánari upplýsingar má finna í hér í handbók | |
Laun - Stofn - Skatthlutföll | Textabreytingar í skattareglum 3, 5 og 6 - E101 var breytt í A1 samkvæmt RSK | Laun |
| |
Laun - Úttak - Markaðslaun PwC | Tenglum og heitum breytt á PwC markaðslaunagreiningu | Laun |
| |
Laun - Endurreikna | Villuskilaboð gerð meira lýsandi í endurreikningi ef starfsmaður hefur verið skráður hættur | Laun |
| |
Laun - Stofn - Stéttarfélög | Reiturinn hámark í "Stéttarfélag" vinnur nú á mánuð (tímabil) í stað útborgunar áður | Laun |
| |
Laun - Úttak - Skilagreinar | Nú er hægt að senda skilagrein fyrir Innheimtustofnun Sveitarfélaga (meðlag) í gegnum vefþjónustu | Laun | Nánari upplýsingar um gjaldheimtur má finna hér Innheimtustofnun sveitarfélaga - ný skilagerð vefþjónusta | |
Laun - Samþykktarferill | Nú sendist tölvupóstur á annars vegar samþykktaraðila vegna athugasemda launafulltrúa og hins vegar á launafulltrúa vegna athugasemda samþykktaraðila. | Laun | Í sysoptions þarf að setja upphafsgildið CommentNotification á 1 Sjá leiðbeiningar vegna samþykktarferils hér | |
Laun - Launaliðir | Launaliðir - "Skilagreinategund", nýrri tegund hefur verið bætt við: Z Þróunarsjóður vinnumarkaða | Laun |
| |
Laun - Vinnslur - Núllstilling á réttindum | Gerðar hafa verið lagfæringar á vinnslunni "Núllstilling á réttindum" | Laun |
| |
Laun - Launatöflur | Gerðar hafa verið lagfæringar þannig að fyrirspurnin "Launatöflur" opnist án villu þó launatöflur hafi innihaldið númer, bil og staf í reitnum númer við skráningu | Laun |
| |
Laun - Vinnslur - Yfirfara launalausa starfsmenn | Vinnslan "Yfirfara launalausa starfsmenn" vinnur nú með tímavidd, skráningar verða til í tímavíddinni í samræmi við breytingar í vinnslunni Vinnslan hefur líka verið lagfærð, ef hakað er í "Gera óvirkan" er nú sjálfkrafa hakað í "Skrá hættan" um leið | Laun |
| |
Jafnlaunaskráning | Búið er að færa jafnlaunaskráninguna undir nýtt tákn í Launum og gera hana aðgengilega í Stjórnun. Til að fá þetta inn þarf ekkert að gera ef notandi er með Laun (F), annars er það einingin Salary2004 í Launum en í Stjórnun er það einingin hrm2004. | Laun | Til að fá þetta inn þarf ekkert að gera ef notandi er með Laun (F), annars er það einingin Salary2004 í Launum en í Stjórnun er það einingin hrm2004. | |
Jafnlaunaskráning | Breytingar sem þegar hafa verið gerðar í Jafnlaunaskráningunni eru nú einnig komnar í Jafnlaunaflokkun starfsmanna. | Laun |
| |
Jafnlaunaskráning | Búið er að færa starfaflokkana undir nýju táknmyndina fyrir Jafnlaunaskráningu. | Laun | Til að fá starfaflokkana inn þarf ekkert að gera ef notandi er með Laun (F) annars er það einingin Salary2005 en í Stjórnun er það einingin hrm2005. | |
Stjórnun - Vöntunarlisti - Starfsgreiningaryfirlit | Villa í starfsgreiningaryfirliti hefur verið löguð, nú er hægt að veita undanþágu | Laun |
| |
Kerfisumsjón - Notendur - Aðgangsstýringar | Nú er búið að bæta við flokki í aðgangsstýringar fyrir skírteini. Allir sem eru með tegund skírteina á sér munu sjálfkrafa fá "Flokkur skírteina - Allt" og er því ekki nauðsynlegt að breyta neinu í aðgangsstýringum. | Stjórnun | Ef spurningar vakna hafið samband við ráðgjafa í h3@advania.is | |
Ráðningar - Forsniðin skjöl | Nú er hægt að fá inn númer ráðningabeiðnar þegar tekið er út forsniðið skjal. | Stjórnun |
| |
Almennt | Lagfæring á samþættingu á myndum | Stjórnun |
|