Útgáfa 8310 - Janúar-uppfærsla
ATH. Eftir að útgáfa 8310 hefur verið tekin inn þarf að endurræsa vefþjónustur
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
|
| Tímavídd: |
|
|
Starfsmaður | Í skráningarglugga tímavíddar hefur Starfaflokki verið bætt við undir flokknum "Starf" | LAUN |
| |
Starfsmaður | Starfsmaður - reiturinn "Leyfislok" uppfærist nú rétt miðað við skráningu í tímavídd, það er að segja ef starfsmaður er skráður "Í starfi" aftur eftir að hafa verið "Í leyfi" uppfærist reiturinn "Leyfislok" rétt, jafnvel þó dagsetningin sé ekki liðin | LAUN |
| |
Starfsmaður | Skráning í föstum liðum vegur nú þyngra en skráning í tímavídd á starfsmanni, ef starfsmaður á til dæmis að hafa ákveðna skráningu tengda ákveðinni deild í föstum liðum yfirskrifa breytingar í tímavídd ekki þá skráningu Dæmi: 30% launa starfsmanns eiga alltaf að vera á ákveðinni deild, til dæmis deild 30 og er það skráð í föstum liðum. Þegar deild starfsmannsins er svo breytt í starfsmannamyndinni reiknast 30% engu að síður alltaf á deild 30 eins og skráð var í föstum liðum en 70% eru þá skráð eins skráningin í tímavídd segir til um | LAUN |
| |
Starfsmaður | Skráning á starfsmanni: þegar gildum í reitum sem hafa áhrif til launa er breytt hafa athugasemdir sem birtast hafa verið gerðar skýrari, þær tilgreina nú hverju var breytt Dæmi um athugasemd við breytingu á deild: hh:mm:ss 99999999999: Verið er að breyta stillingu á (20 - Laun og mannauður - þjónusta) sem hefur áhrif til launa. Vinsamlegast íhugið að stofna nýja tímavídd fyrir þessar breytingar sem tæki þá gildi frá og með næstu/núverandi útborgun. | LAUN |
| |
Starfsmaður - Stofna tímavídd | Reiturinn "Síðast ráðinn" uppfærist nú rétt þegar unnið er með marga starfsmenn (Stofna tímavídd) og verið er að breyta stöðunni úr "Hættur" í "Í starfi" | LAUN |
| |
Starfsmaður - Stofna tímavídd | Lagfæring á reitnum "Vinnuaðsetur" í skráningu á marga starfsmenn í einu í tímavídd, fellilistinn sýnir nú þau vinnuaðsetur sem í boði eru | LAUN |
| |
Starfsmaður | Þegar verið var að breyta færslum í tímavídd gátu gildi í reitnum "Síðast ráðinn" hreinsast út, það hefur nú verið lagað | LAUN |
| |
Starfsmaður | Í Skrá tíma og laun gat komið upp röng deild starfsmanns þegar tvær útborganir voru opnar og í þeirri seinni fluttist starfsmaður til um deild, þá sýndi fyrri útborgunin nýju deildina þó sú breyting hefði ekki átt sér stað fyrr en í seinni útborguninni | LAUN |
| |
|
| Launavinnsla: | LAUN |
|
Orlofshækkanir Starfsmenn | Þegar tímavídd hafði ekki verið virkjuð, námunduðust kommutölur upp í orlofshækkunum - það hefur nú verið lagað | LAUN |
| |
Innlestur - Skráningar | Innlestrarskjal, kennitala og starf geta nú verið samtals 12 stafir, þ.e. 10 stafa kennitala og 2 stafa starfsnúmer | LAUN | Nýja innlestrarskjalið má finna hér:
| |
Stéttarfélag Skrá tíma og laun | Lagfæring á ef stéttarfélagsgjald er skráð með fasta tölu (ekki stuðul) varð ekki til mínusfærsla á móti plúsfærslu á launaliðum þegar um var að ræða að plús- og mínusfærslur ættu að verða til í afleiddum færslum | LAUN |
| |
Staðfesta fasta liði | Þegar vinnslan "Staðfesta fasta liði" er keyrð birtast nú nánari upplýsingar um þá starfsmenn sem enn eru óstaðfestir af einhverjum orsökum, dæmi: [Starfsnúmer og nafn] Athugið að fastir liðir hafa ekki verið staðfestir á starfsmann - auk þess sem athugasemd sem birt er í Skrá tíma og laun birtist í kjölfarið Dæmi: hh:mm:ss 9999999999 Sigurjóna Finnsdóttir Athugið að fastir liðir hafa ekki verið staðfestir á starfsmann (Staðfesti: Athugaðu: starfsmaður (9999999999) með skráðar færslur þar sem "Til dags." fer yfir dagsetningu í "Launalok") | LAUN |
| |
Endurreikna | Vinnslan "Endurreikna" hefur verið bætt þannig að nú er hægt að reikna tvö fyrirtæki í einu án þess að annað fyrirtækið þurfi að bíða eftir hinu | LAUN |
| |
Endurreikna | Vinnslan "Endurreikna" hefur verið bætt þannig að nú er hægt er að endurreikna í mismunandi útborgunum á sama tíma, það er að segja að vinnslurnar keyra koll af kolli án vandkvæða | LAUN |
| |
Úttak - Launaseðlar | Ráðningarhlutfall er nú sýnilegt á launaseðli að því gefnu að stilling hvað það varðar sé stillt á “Já” | LAUN | Stillir - "HLaun - Launaseðill" - Sýna ráðningarhlf. -> Já | |
Launamiðar - Uppsetning samtalna Launaliðir - Uppsetning samtalna | Launamiðareitunum 230 og 231 hefur verið bætt við fyrir höfundarréttargreiðslur 230 - Fjármagnstekjuskattsskyldar höfundarréttargreiðslur (til einstaklinga) Í launamiðareit 056 eiga eingöngu að færast greiðslur til lögaðila (félaga) | LAUN |
| |
Úttak - Skilagreinar | Skilagreinar, það hefur nú verið gert skýrt ef villa kemur upp við sendingu skilagreina - hvort villan eigi uppruna sinn í kerfinu eða í vefþjónustu viðkomandi skuldareiganda | LAUN |
| |
|
| Laun - Almennt: | LAUN |
|
Stofn - Deildir | Nú er hægt að breyta upplýsingum á deild sem er í stöðunni Óvirk, ef starfsmenn eru skráðir í viðkomandi deild | LAUN |
| |
Launamaður | Nýjum möguleika, Kynsegin/annað, hefur verið bætt við kyn í H3 og reiturinn uppfærist nú miðað við skráningu í þjóðskrá | LAUN |
| |
Útborganir | Nú er hægt er að eyða útborgun sem ekki hefur verið unnið frekar með og ekki hefur verið reiknað á | LAUN |
| |
Úttak - launaseðlar | Vinnslan "Vista launaseðla í skjalaskáp" hefur verið bætt með þeim hætti að auðveldara er að fylgjast með framvindu vinnslunnar | LAUN |
| |
Úttak - launaframtal | Textanum E101 breytt í A1 | LAUN |
| |
Laun - Vinnslur | Textanum "Sækja gögn frá Advania" breytt í "Sækja vísitölur/gengi" | LAUN |
| |
|
| Annað: |
|
|
Stjórnun - Starfsmaður | Lagfæring á einingunni hrm2002 sem veitir stjórnanda með takmarkaðan aðgang réttindi til að skrá launamann og starfsmann í kerfinu | Stjórnun |
| |
Stjórnun - Verkferlar - Tegundir | Svæðið "Viðbótartölvupóstfang" hefur verið stækkað þannig að það geti tekið við mörgum netföngum, getur nú innihaldið 500 stafabil | Stjórnun |
| |
Ráðningarvefur | Unnið hefur verið að auknu öryggi við innsendingu viðhengja í umsóknum | Ráðningarvefur |
|