Útgáfa 8388 - Mars-uppfærsla
Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir þessa uppfærslu
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
|
| Samþyktarferill: |
|
|
Laun - Samþykktarferill | Lagfæring á að nú er hægt að samþykkja hópa/deildir sem innihalda starfsmenn með 0 kr. í laun. | Laun |
| |
Laun - Samþykktarferill | Ekki er lengur sendur tölvupóstur vegna óvirkra notenda. | Laun |
| |
Laun - Samþykktarferill | Lagfæring vegna deilda/hópa sem í sumum tilfellum birtust sem óstaðfestar þó búið væri að staðfesta viðkomandi deild/hóp. | Laun |
| |
Laun - Samþykktarferill | Aðlaganir gerðar á Staðfestingu launa þannig að hægt sé að eiga við greiningarflokka, nú er hægt að birta allt að sex flokka. | Laun |
| |
|
| NAV/BC: |
|
|
Úttak - Bókhald | Unnið hefur verið að því að gera mögulegt að senda bókhaldsskrá með vefþjónustu fyrir eftirfarandi útgáfur:
| Laun | Athugið þetta á við viðskiptavini Advania sem eru að nota eftirfarandi útgáfur:
| |
|
| Tímavídd: |
|
|
Laun - Launaliðir | Nú geta viðskiptavinir sem eru búnir að virkja tímavídd ráðið hvaða launaliðir skiptast upp skv. skráningu í tímavídd, hakinu "Tímavídd - Hlutfallast eftir dags." hefur verið bætt við skráningarmynd launaliða. Þeir launaliðir sem hafa færslutegund Launakostnaður (nema 9000 launaliðir) eru sjálfkrafa hakaðir og hlutfallast þá samkvæmt skráningu í tímavídd. Þeir launaliðir sem hafa færslutegund Söfnun eða Frádráttur eru aldrei hakaðir skjálfkrafa. | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður | Dálkurinn Síðast ráðinn uppfærist nú rétt, það er að segja þegar starfsmaður er skráður Í Starfi eftir að hafa verið í stöðunni Hættur, uppfærist dagsetningin í dálknum í Gildir frá dagsetningu sömu færslu. Vinnsla hefur verið búin til sem uppfærir færslur sem innihéldu ekki dagsetningu í Síðast ráðinn eða dagsetningin var af einhverjum ástæðum röng. Sjá dæmi: | Laun | Ath. Unnið er að frekari aðlögunum varðandi uppfærslu reitsins Síðast ráðinn þegar verið er að vinna með marga starfsmenn í einu (Stofna tímavídd) þegar viðkomandi starfsmenn færast úr stöðunni Í Leyfi yfir í stöðuna Í starfi. | |
Virkjun tímavíddar | Komið hefur verið í veg fyrir að athugasemdir vegna villna í næturvinnslu tímavíddar birtist í fyrirtæki innan samsteypu sem tímavíddin hefur ekki verið virkjuð fyrir. | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður | Þegar nýr starfsmaður er stofnaður en Gildir frá dagsetningu frumstillingarfærslunnar er síðar breytt þannig að færslan verður ekki lengur núgildandi færsla heldur verður að framtíðarfærslu, uppfærast dagsetningar í haus nú í samræmi við nýja skráningu: Dæmi: Núverandi dagsetning er 20.03.2021. Nýr starfsmaður er skráður með dagsetninguna 15.03.2021 í Fyrst ráðinn. Síðar er átt við færsluna þannig að Gildir frá er breytt í dagsetningu sem ekki er liðin, til dæmis 01.04.2021 og þar með er færslan orðin að framtíðarfærslu. Í hausnum uppfærist dagsetningin í öllum þremur reitunum: Fyrst ráðinn (því um er að ræða nýjan starfsmann), Síðast ráðinn og Dags. staða starfs innihalda allir dagsetninguna 01.04.2021. | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður - nýr starfsmaður | Þegar frumstillingarfærslu starfsmanns er breytt úr stöðunni Hættur í stöðuna Í starfi uppfærist nú dagsetningin rétt. Það er að segja dagsetningin í Síðast ráðinn og Dags. staða starfs uppfærist í dagsetninguna sem er í reitnum Gildir frá í færslunni. | Laun |
| |
Laun - Starfsmaður - Stofna tímavídd | Skráningarglugginn vegna skráningar á marga starfsmenn (Stofna tímavídd) aðlagar sig nú að mismunandi skjástærðum. | Laun |
| |
|
| Ýmislegt: |
|
|
Laun - Úttak - Bókhald - Bókhaldsslisti | Röðun í bókhaldslista hefur verið lagfærð. Dálkurinn Færsludagsetning ræður nú röðuninni og er nú hægt að raða í dálknum eftir nýjustu eða elstu færslum | Laun |
| |
Laun - Stofn - Stéttarfélög/Lífeyrissjóður | Nú er ekki hægt að eyða stéttarfélögum eða lífeyrissjóðum sem reiknaðar hafa verið færslur vegna. Dæmi um athugasemd: Ekki hægt að eyða þessari færslu af því að hún á tengdar færslur í töflunni Lífeyrissjóðir þar sem svæði Lífeyrissjóður er Lxxx. | Laun |
| |
Laun - Stofn - Stéttarfélag/Gjaldheimta | Komið hefur verið í veg fyrir hægt sé að vista Einkennisnúmer sem inniheldur bókstafi, reiturinn getur innihaldið að hámarki 3 tölustafi. | Laun |
| |
Laun | Búið er að bæta við flýtivísi á Launatöflur, nýtt tákn er nú sýnilegt: | Laun |
| |
Laun - Stofn - Launamenn - Viðbætur | Dálknum Staða aðalstarfs hefur verið bætt við listann Launamaður - Viðbót. | Laun |
| |
Laun - Launaliðir | Lagfæring vegna skráningar launaliða, ef númer launaliðs er til nú þegar birtist nú athugasemd sem tiltekur númerið sem um ræðir: Einkvæmt gildi ( xxx ) er þegar til. | Laun |
| |
Laun - Réttindi - Réttindaútborgun-> Aðgerðir - Reikna réttindi - Framkvæma | Dálkurinn Útborgun í listanum Niðurstaða reiknings birtir nú rétt númer útborgunar. | Laun |
| |
Kerfisumsjón - Vinnslur - Afrita gögn á milli fyrirtækja | Aðgerðin "Afrita gögn á milli fyrirtækja" hefur verið lagfærð í H3+. Notandi þarf að hafa vissar einingarnar vegna þessa, vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa í h3@advania.is | Laun |
| |
Laun - Stofn - Stéttarfélög | Reikningur hefur verið lagfærður frekar þegar reglan "Föst tala" er notuð. | Laun |
| |
Laun - Starfsmenn og Stjórnun - Starfsmenn | Dálknum Flokkur starfsheita hefur verið bætt við listann Starfsmenn. | Laun |
| |
Laun - Skrá tíma og laun | Athugasemd er birt þegar Skattkort maka er nýtt og verið er að reikna mínuslaun, athugasemdin er svohljóðandi: "Makaafsláttur er ekki reiknaður fyrir mínuslaun, gerið viðeigandi ráðstafanir." | Laun |
| |
Verkferill | Nú virkjast verkferill þegar skráningu á starfsmanni í tímavídd er breytt ef verið er að notast við verkferla, áður virkjaðist hann þegar nýjar færslur voru búnar til. ATH. Þetta á ekki við þegar frumstillingarfærslu starfsmanns er breytt, einungis þegar öllum öðrum færslum en frumstillingarfærslunni er breytt. | Laun Stjórnun |
| |
Verkferill | Lagfæring hefur verið gerð á póstsendingum úr verkferlum vegna nýráðinna starfsmanna, næsti yfirmaður fær nú sendan póst. | Laun Stjórnun |
| |
Rafrænar undirritanir | Nú er einungis hægt að senda skjöl í gegnum launamenn og mannauð í Signet. | Signet |
| |
Ráðningar | Lagfæring á að setja inn mynd af umsækjanda á ráðningavef. | Ráðningar |
| |
Kerfisumsjón - Sjálfvirk stofnun notenda | Sjálfvirk stofnun notenda hefur verið lagfærð. | Kerfisumsjón |
|