Útgáfa 8567 - Nýtt uppfærslukerfi í H3+

Athugið að eftir að uppfærslan hefur verið tekin inn verður uppfærslukerfið einungis aðgengilegt í H3+

Atvikanúmer

Ferli

Lýsing á virkni

Kerfishluti

Atvikanúmer

Ferli

Lýsing á virkni

Kerfishluti

RLSE0010113

Uppfærslukerfi H3

Unnið hefur verið að nýju uppfærslukerfi í H3+. Eftir að uppfærslan hefur verið tekin inn er uppfærslukerfið einungis aðgengilegt í H3+ og gamla uppfærslukerfið verður því ekki lengur virkt í Windows client.

 

Athugið: það þarf að taka inn útgáfuna í gamla uppfærslukerfinu og þegar útgáfan er komin inn er farið yfir í nýja kerfið.


Þeir sem nú þegar hafa aðgang að uppfærslukerfinu munu sjálfkrafa hafa þann aðgang í H3+.

Undir Kerfisumsjón er nú sýnilegur hnappurinn Uppfærslur og undir honum má einnig nálgast allar uppfærslulýsingar. Þegar smellt er á hnappinn birtast þær uppfærslur sem á eftir að taka inn. Þá er einfaldlega hakað við viðkomandi útgáfu og smellt á Uppfæra.

Hægt er að taka inn fleiri en eina uppfærslu í einu en þær þarf að taka inn í tímaröð, þ.e. elstu útgáfurnar fyrst.

Uppfærslulýsingar má sjá þegar smellt er á örina undir Uppfærslur:

 

Hægt er að fylgjast með framvindu uppfærslunnar í Athugasemdir og í lokin birtist staðfesting á því að uppfærslunni sé lokið.

Athugið að til að fá inn nýjungar og lagfæringar þarf að endurræsa kerfið.

 

Nýjir notendur: Til að byrja að nota nýja uppfærslukerfið þarf að setja hlutverkið Uppfærslukerfi - H3+ á notandann eða setja eininguna TMFW-Patch á hlutverk. Við ítrekum að útgáfu 8567 þarf að taka inn í gamla uppfærslukerfinu og svo er farið yfir í nýja kerfið.

Ef upp koma vandkvæði þá vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa í h3@advania.is

Kerfisumsjón