Launatöflur - Skráning upplýsinga

Til að skrá upplýsingar í launatöflur er farið í Stofn - Launatöflur. Til að stofna nýja er ýtt á Insert og töflunni gefið númer og nafn og settar inn upplýsingar um vinnuskyldu og hvort nota eigi orlofs- og þrepahækkanir.

Dæmi 1, uppsetning launatöflu með kjarasamningstöxtum.

Setja inn dagsetningu í Gildir frá og fara svo í flipann Flokkar/Þrep, smella á Insert til að fá skráningarlínu og setja inn launataxta.

Setja inn upplýsingar í flipann Hlutföll. Þetta sýnir þá í hvaða hlutfalli viðkomandi launaliður reiknast af launataxtanum. Smella á Insert til að fá skráningarlínu fyrir hlutföll.

Setja inn upplýsingar í flipann Krónur. Hér eru þá settar inn upplýsingar sem eiga eingöngu við þessa töflu og eru ekki í töflu 0 Sameiginleg krónu- og réttindatafla. Getur t.d. verið álag sem gildir bara um þá sem eru í þessari töflu. Smella á Insert til að fá skráningarlínu fyrir krónur.

Ef hakað hefur verið í að nota orlofshækkun þá eru upplýsingar um forsendur hækkunar settar inn hér í flipanum Orlofshækkanir. Smella á Insert til að fá skráningarlínu fyrir orlofshækkanir.

Ef hakað hefur verið í að nota þrepahækkun þá eru upplýsingar um forsendur hækkunar settar inn hér í flipanum Þrepahækkanir. Smella á Insert til að fá skráningarlínu fyrir þrepahækkanir.

Dæmi 2, uppsetning launatöflu með einstaklingstöxtum (sér flokkur fyrir hvern starfsmann)

Setja inn dagsetningu í Gildir frá og fara svo í flipann Flokkar/Þrep og setja inn launataxta. Hver starfsmaður á þá sinn eigin flokk og er þá bara settur inn taxti í Þrep 1 og stofnaðir nýir flokkar eftir því sem starfsmönnum fjölgar. Hægt er að nota önnur þrep fyrir t.d. sérsaminn yfirvinnutaxta, bifreiðastyrk o.fl. en mælt er með því að hafa samband við launaráðgjafa varðandi slíka notkun og hvað ber að varast í því sambandi.

Varðandi flipana Hlutföll og Krónur gildir þá það sama og í dæmi 1. Það er líka hægt að nota flipann Orlofshækkanir ef það sama á við um alla í þessari launatöflu. Í þessari launatöflu væri flipinn Þrepahækkanir ekki notaður og því sleppt að haka við þann möguleika.