Launagátt - Launabreytingar
Launabreytingar í Flóru eru gerðar undir Launagátt - Starfsfólk
Starfsmaður er fundinn í lista og smellt er á Breyta.
Hægt að breyta launum eða bæta við sérgreiðslu.
Skrefin:
Tegund & Ástæða
Jafnlaunagögn
Launaupplýsingar
Orlofsdagar
Sniðmát viðauka
Viðauka undirskrift
1. Þegar stjórnandi velur að Breyta launum, opnast nýr gluggi og valið er hver tegund launabreytingar er og ástæðu launabreytingar.
Sem þegar er búið að stofna við uppsetningu Launagátt - Uppsetning - Flóra
Næsta skref sýnir jafnlaunagögn. Hér þarf að fara yfir upplýsingar og gera breytingar ef þess þarf. Til dæmis ef breytingar eru á starfaflokki eða persónuviðmiði. Hægra meginn á síðu sést launabil fyrir starfaflokk starfsmanns.
Einnig er hægt að skrá rökstuðning fyrir launabreytingum.
Skref þrjú sýnir launaupplýsingar og þar er launabreytingin framkvæmd. Upphafsdagur þarf að vera skilgreindur og tekur launabreyting mið á þeim degi.
Ef ýtt er á heitið “Launaliðir” er hægt að velja fleiri launaliði inn. Nýjar launaupplýsingar eru skráðar. Samtala allra launaliða birtist neðst.
Dæmi um hækkun innan launabils.
Dæmi um hækkun fyrir utan launabils.
Í þessu skrefi er hægt að velja hvort boðið sé upp á að breyta orlofsdögum starfsmanns.
Þetta er stillingaratriði undir Launagátt - Stillingar - Stillingar
Í skrefi fimm getur notandi valið viðeigandi viðauka. Þetta skref er stillingaratriði um hvor það eigi að vera í boði í ferlinu.
Ferli: Launagátt - Stillingar - Skjöl. Launagátt - ViðaukiÍ skrefi sex getur notandi valið að setja viðauka í undirskrif. Hvort sem hann sendir það í rafræna undirritun eða prentar út. Einnig er þetta stillingaratriði. Launagátt - Viðauki